Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
04.06.2019
257. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna þriðjudaginn 04. júní kl. 11:00
Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Hlynur Snæbjörnsson
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
Margrét Sólveig Snorradóttir
1. Öndólfsstaðir Farm B&B - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1905025
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 17.05.2019 þar sem Sigurður Hlynur Snæbjörnsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga fyrir Öndólfsstaði Farm B&B í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Sigurður Hlynur vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
2. Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018
Lögð fram 114. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.05.2019. Hlynur og Jóna Björg gerðu grein fyrir fundargerðinni sem er í tíu liðum.
1. liður fundargerðar; Eyjardalsvirkjun, skipulagsgerð og breyting á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar skv. 1 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skilgreint er nýtt 13,5 ha iðnaðarsvæði I-09 fyrir vatnsaflsvirkjun í Eyjardal í landi Hlíðarenda í Bárðardal. Einnig verði skilgreint nýtt efnistökusvæði E-48 á skipulagssvæðinu. Sveitarstjórn samþykkir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Eyjardalsvirkjun þegar deiliskipulagstillagan hefur verið uppfærð í samræmi við innkomnar athugasemdir og svör nefndarinnar. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fá uppfærða deiliskipulagstillögu og að annast málsmeðferð vegna gildistöku skipulagstillaganna eins og 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
2. liður fundargerðar; Deiliskipulag þéttbýliskjarna á Hafralæk.
Sveitarstjórn samþykkir uppfærða tillögu, dags. 22.05.2019 að nýju deiliskipulagi fyrir þéttbýliskjarna á Hafralæk í Aðaldal og felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku deiliskipulagstillögunnar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
4. liður fundargerðar; Fjósatunga, deiliskipulag.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
5. liður fundargerðar; Vegagerðin, Hlíðarendi í Bárðardal, ósk um nýja námu á skipulag.
Sveitarstjórn samþykkir að nýtt efnistökusvæði verði bætt inn á aðalskipulag Þingeyjarsveitar og felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna þess í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að málsmeðferðin verði samhliða aðalskipulagsbreytingum vegna Hólasandslínu 3, sbr. lið 3 í fyrirliggjandi fundargerð nefndarinnar.
7. liður fundargerðar; Veturliðastaðir, stofnun lóðar.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
8. liður fundargerðar; Lambhús, stofnun lóðar úr Halldórsstöðum 4 Laxárdal.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
9. liður fundargerðar; Nýhús, lóðastofnun úr Halldórsstöðum 3 í Laxárdal.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Jóna Björg vék af fundi við afgreiðslu 1. liðar. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
3. Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052
Lagðar fram 76. og 77. fundargerð Fræðslunefndar, annars vegar frá 23.05.2019 sem er í sex liðum og hins vegar frá 29.05.2019 sem er einnig í sex liðum. Margrét gerði grein fyrir fundargerðunum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar.
4. Umhverfisstofnun - Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Goðafoss - 1905028
Tekið fyrir bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 14.05.2019 þar sem óskað er eftir tilnefningu Þingeyjarsveitar í samstarfshóp vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Goðafoss. Er það í samræmi við þær umræður sem átt hafa sér stað milli landeigenda, sveitarfélagsins og fulltrúa Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Dagbjörtu Jónsdóttur sveitarstjóra sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í samstarfshóp vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Goðafoss.
5. Húsnæðissjálfseignarstofnun (hses): Skipun fulltrúa í stjórn - 1904010
Tekin til umræðu stofnfundur Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. sem haldinn verður 31.05.2019 að loknum sveitarstjórnarfundi.
Samþykkt að skipa Arnór Benónýsson, Árna Pétur Hilmarsson og Sigurð Hlyn Snæbjörnsson sem aðalmenn í stjórn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. Til vara Margréti Bjarnadóttur, Ásvald Ævar Þormóðsson og Jónu Björgu Hlöðversdóttur.
6. Grænbók: Stefna um málefni sveitarfélaga - 1905037
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga. Grænbók er umræðuskjal sem lagt er fram í opnu samráði á Netinu og er ætlað að hvetja til umræðu um afmarkað viðfangsefni, núverandi stöðu og mögulegar áherslur í stefnu sem að loknu samráðsferli verður útfærð í hvítbók og birt í kjölfarið.
Við gerð grænbókar er almenningi og hagsmunaaðilum boðið að taka þátt og leggja fram sjónarmið um áherslur, mögulegar lausnir eða leiðir að árangri.
Sveitarstjórn samþykkir að senda inn umsögn og felur sveitarstjóra og oddvita að senda inn greinargerð í samræmi við umræður á fundinum.
7. Ytra mat grunnskóla 2019 - 1905027
Ytra mat á Stórutjarnaskóla og Þingeyjarskóla sem fram fór á vorönn 2019 lagt fram.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með afar góðar niðurstöður úr ytra mati á grunnskólum sveitarfélagsins sem fram fór á vorönn 2019. Sveitarstjórn þakkar starfsfólki skólanna vel unnin störf.
8. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023
Fundargerð 9. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:32