Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
12.09.2019
263. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 12. september kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Friðrika Sigurgeirsdóttir.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt fram aðalfundarboð Tjarna hf. 2019 vegna ársins 2018 sem haldinn var í Stórutjarnaskóla 5. september s.l.
Sveitarstjórn vísar fundarboðinu til stjórnarfundar Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ehf. sem haldinn verður að sveitarstjórnarfundi loknum.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 3.09.2019 þar sem Elín Björk Einarsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur IV-Gististaður með áfengisveitingum á Stóru-Laugum í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 4.09.2019 þar sem Sigrún Vésteinsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur IV-Gististaður með áfengisveitingum, á Vaði 1, gamla húsið í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fór fram 19. júní s.l. þar sem lögð voru fram drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið SÞ.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Þingeyjarsveit telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Þingeyjarsveit lýsir sig tilbúinn til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Þingeyjarsveit mun á sínum vettvangi beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð 37. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:02