Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
24.10.2019
266. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 24. október kl. 13:30
Arnór Benónýsson, Árni Pétur Hilmarsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson. Margrét Bjarnadóttir boðaði forföll á síðustu stundu.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum undir 11. lið; Wise lausnir ehf.: Áskriftarsamningur - 1910034 og undir 12. lið; Kvenfélag Aðaldæla: Erindi - 1910035 og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
1. |
Útibú ehf.: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1910030 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 15.10.2019 þar sem Sigfús Haraldur Bóasson forsvarsmaður Útibús ehf. sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Umfangslitlir áfengisveitingastaðir, í Dalakofanum á Laugum í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
2. |
Bjarni Eyjólfsson: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1910031 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.10.2019 þar sem Bjarni Eyjólfsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, á Hvoli í Aðaldal í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
3. |
Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052 |
|
Lagðar fram fundargerðir Fræðslunefndar, annars vegar 78. fundar frá 8.10.2019 sem er í fimm liðum og hins vegar 79. fundar frá 16.10.2019 sem er einnig í fimm liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar. |
||
4. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 118. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.10.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum. |
||
2. liður fundargerðar; Skriðuland - breyting á nafni lóðar - 1910003. |
||
5. |
Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1804034 |
|
Lögð fram fundargerð 62. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 23.10.2019. Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
||
6. |
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Tilnefning aðal- og varafulltrúa í svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs - 1910026 |
|
Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 10.10.2019 þar sem óskað er eftir að Þingeyjarsveit tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði. |
||
Samþykkt að tilnefna Árna Pétur Hilmarsson sem aðalfulltrúa og Jónu Björgu Hlöðversdóttur sem varafulltrúa í svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði. |
||
7. |
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Tilnefnin aðal- og varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs - 1910027 |
|
Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 10.10.2019 þar sem óskað er eftir að Þingeyjarsveit tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði. |
||
Samþykkt að tilnefna Ásvald Ævar Þormóðsson sem aðalfulltrúa og Margréti Bjarnadóttur sem varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði. |
||
8. |
Menningarmiðstöð Þingeyinga: Ofgreitt framlag 2018 - 1910025 |
|
Lagt fram bréf frá Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ), dags. 9.10.2019 þar sem greint er frá ofgreiðslu framlaga aðildarsveitarfélaganna uppá 8% eða kr. 3.145.450 sem deilist á aðildarsveitarfélögin eftir íbúafjölda. Þar sem rekstur MMÞ er mjög þungur þá er óskað eftir því við aðildarsveitarfélögin að MMÞ fái að halda því sem ofgreitt var og jafnframt að heildarfjárhæð 43.049.448 verði sá grunnur sem framtíðar framlög byggir á. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið. |
||
9. |
Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit: Beiðni um fjárstyrk frá Ferðanefnd - 1910028 |
|
Lögð fram beiðni frá ferðanefnd Félags eldriborgara í Þingeyjarsveit, dags. 10.10.2019, um fjárstyrk vegna fjögurra daga ferðar í júní árið 2020 á vegum félagsins. Sótt er um styrk að fjárhæð 900 þús.kr. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar. |
||
10. |
Almannavarnarnefnd Þingeyinga: Samkomulag um sameiningu - 1910032 |
|
Lögð fram drög að samkomulagi um sameiningu Almannavarnarnefndar Þingeyinga og Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar. Á fundi Almannavarnarnefndar Þingeyinga þann 15.10.2019 var samþykkt að fela lögreglustjóra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur að útbúa drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkomulagið yrði svo lagt fyrir sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög um samkomulag um skipa sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra en óskar jafnframt eftir því að slökkviliðsstjóri Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafi sömu aðkomu að nefndinni og slökkviliðsstjórar Akureyrarbæjar og Norðurþings með þeim rökum að starfssvæði hans nær yfir gríðarstórt landsvæði þar sem almannavarnaástand getur og hefur skapast. |
||
11. |
Wise lausnir ehf.: Áskriftarsamningur - 1910034 |
|
Lagður fram samningur milli Wise lausna ehf. og Þingeyjarsveitar um aðgang að hugbúnaði í sameiginlegri skýjalausn og fjallar um notkun og aðgang að NAV í áskrift. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann. |
||
12. |
Kvenfélag Aðaldæla - tillaga um akstur fyrir eldriborgara - 1910035 |
|
Á vorfundi Kvenfélags Aðaldæla 23. apríl 2019 var samþykkt tillaga um akstur fyrir eldriborgara á þeim dögum sem er opið hús í sveitarfélaginu. |
||
13. |
Markaðsstofa Norðurlands: Starf Flugklasans Air 66N 1. apríl til 11. október 2019 - 1804011 |
|
Greinargerð um starf Flugklasans Air 66N frá 1. apríl til 11. október 2019. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
14. |
Almannavarnarnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1810028 |
|
Fundargerð 2. fundur Almannavarnarnefndar Þingeyinga frá 15.10.2019 |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
15. |
Samstarfsnefnd um sameiningarferli: Fundargerðir - 1906023 |
|
Fundargerð 4. fundar samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 14:45