269. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

05.12.2019

269. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 05. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson og Dagbjört Jónsdóttir.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

1.

Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1910006

 

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2020-2023 tekin til umræðu. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið.

 

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til síðari umræðu.

     

2.

Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052

 

Lagðar fram fundargerðir 80. og 81. fundar Fræðslunefndar frá 26.11.2019 og 28.11.2019. Margrét gerðir grein fyrir fundargerðunum sem báðar eru í sex liðum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verklagsreglur fyrir leikskóladeildir Þingeyjarskóla. 
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.

     

3.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 1911006

 

Lánssamningur nr .1912_76 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem   liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. 
  
Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóll, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 
  
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við skóla og gatnagerð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 
  
Jafnframt er Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, kt. 250168-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að   móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

     

4.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 -   1903011

 

Fyrir fundinum liggur tillaga frá ALTA ráðgjafafyrirtæki að fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar þar sem reiknað er með að fara samstíga Skútustaðahreppi sem   einnig er að fara í endurskoðun á sínu aðalskipulagi. Í tillögunni er farið yfir áætlað umfang og efnisatriði.

 

Sveitarstjórn vísar tillögunni til Skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.

     

5.

Endurskipulagning landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu - 1912007

 

Á aðalfundi Eyþings 15. og 16. nóv. s.l. lagði stýrihópur um endurskipulagningu landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fram sínar tillögur í samræmi við ákvörðun auka aðalfundar Eyþings og stjórna AFE og AÞ. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða á aðalfundi Eyþings. Samskonar tillögur voru einnig samþykktar á aukaaðalfundum AFE og AÞ. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar studdi fram komnar tillögur.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Helgi Héðinsson oddviti Skútustaðahrepps verði fulltrúi Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Grýtubakkahrepps í stjórn nýs sameiginlegs félags landshlutasamtakanna og atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Samþykkt samhljóða að Grýtubakkahreppur tilnefni varamann Helga í stjórn.

     

6.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Árlegur fundur með lögreglustjóranum á Norðurlandi og sveitarstjórum á Eyþingssvæðinu þar sem farið var yfir ýmis löggæslumál, löggæslumyndavélar, tækjabúnað, kynningu á Bjarmahlíð o.fl. 
  
Félagsþjónusta og samstarf við Norðurþing um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk. 
  
Skilavegir, yfirfærsla vega til sveitarfélaga skv. vegalögum nr. 80/2007 en Vegagerðinni er heimilt að semja við sveitarfélög um yfirfærslu vega frá Vegagerðinni til sveitarfélaga sem færðust úr flokki stofnvega við gildistöku laganna. 
  
Fundur með Umhuga - heimaþjónusta sem þjónustar nokkur sveitarfélög í Eyjafirði og sveitarfélagið hefur áhuga á að ganga til samninga við um að sinna heimaþjónustu á okkar svæðinu. 
  
Skýrsla nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands var skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 3. desember síðastliðinn. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. 
Lagt til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Gert er ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndarinnar. 
  
Fjölmenningarfulltrúi í samstarf við Norðurþing og Skútustaðahrepp, tilgangur og markmið starfs er að greiða fyrir samskipti fólks af ólíkum uppruna og vinna að því að aðstoða fólk að vera virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu.

     

Fundi slitið kl. 16:23