Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
05.12.2019
269. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 05. desember kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson og Dagbjört Jónsdóttir.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
1. |
Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1910006 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2020-2023 tekin til umræðu. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið. |
||
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til síðari umræðu. |
||
2. |
Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052 |
|
Lagðar fram fundargerðir 80. og 81. fundar Fræðslunefndar frá 26.11.2019 og 28.11.2019. Margrét gerðir grein fyrir fundargerðunum sem báðar eru í sex liðum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verklagsreglur fyrir leikskóladeildir Þingeyjarskóla. |
||
3. |
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 1911006 |
|
Lánssamningur nr .1912_76 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. |
||
4. |
Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011 |
|
Fyrir fundinum liggur tillaga frá ALTA ráðgjafafyrirtæki að fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar þar sem reiknað er með að fara samstíga Skútustaðahreppi sem einnig er að fara í endurskoðun á sínu aðalskipulagi. Í tillögunni er farið yfir áætlað umfang og efnisatriði. |
||
Sveitarstjórn vísar tillögunni til Skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar. |
||
5. |
Endurskipulagning landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu - 1912007 |
|
Á aðalfundi Eyþings 15. og 16. nóv. s.l. lagði stýrihópur um endurskipulagningu landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fram sínar tillögur í samræmi við ákvörðun auka aðalfundar Eyþings og stjórna AFE og AÞ. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða á aðalfundi Eyþings. Samskonar tillögur voru einnig samþykktar á aukaaðalfundum AFE og AÞ. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar studdi fram komnar tillögur. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Helgi Héðinsson oddviti Skútustaðahrepps verði fulltrúi Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Grýtubakkahrepps í stjórn nýs sameiginlegs félags landshlutasamtakanna og atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Samþykkt samhljóða að Grýtubakkahreppur tilnefni varamann Helga í stjórn. |
||
6. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Árlegur fundur með lögreglustjóranum á Norðurlandi og sveitarstjórum á Eyþingssvæðinu þar sem farið var yfir ýmis löggæslumál, löggæslumyndavélar, tækjabúnað, kynningu á Bjarmahlíð o.fl. |
||
Fundi slitið kl. 16:23