Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
16.01.2020
271. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 16. janúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson boðaði forföll á síðustu stundu.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 5. lið; 2001017-Ungmennaráð: Fundargerðir og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
1. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 120. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.12.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í ellefu liðum. |
||
1. liður fundargerðar; Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022. |
||
2. |
Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018 |
|
Lögð fram fundargerð 29. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 19.12.2019. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er tveimur liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
||
3. |
Brunavarnaáætlun 2020-2025 - 2001008 |
|
Lögð fram brunavarnaáætlun Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar ásamt áhættumati sem unnið hefur verið að undanfarin misseri í samráði við Mannvirkjastofnun. Slökkviliðsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir áætluninni. |
||
Sveitarstjórn frestar afgreiðslunni og vísar áætluninni til Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar til frekari umfjöllunar. |
||
4. |
Atvinnumálanefnd - Fundargerðir - 1810033 |
|
Lögð fram fundargerð 28. fundar Atvinnumálanefndar frá 18.12.2019. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tveimur liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina en vísar frekari breytingum á gjaldskrá um hundahald, sem fjallað er um í 1. lið fundargerðar, til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. |
||
5. |
Ungmennaráð: Fundargerðir - 2001017 |
|
Lögð fram fundargerð 6. fundar Ungmennaráðs frá 13.01.2020. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
||
6. |
Félagsheimilið Breiðamýri: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 2001003 |
|
Lagðar fram tvær umsagnarbeiðnir frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 13.12.2019 þar sem sótt er um tækifærisleyfi fyrir dansleik og harmónikkudansleik í Félagsheimilinu Breiðamýri 27.12.2019 og 04.01.2020. Sveitarstjórn afgreiddi erindin með tölvupósti milli funda þar sem hún gerði ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir bærust frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna. |
||
7. |
Ferðaþjónustan á Narfastöðum ehf.: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2001005 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 7.01.2020 þar sem Unnsteinn Ingason sækir um rekstrarleyfi, flokkur IV, gististaður með áfengisveitingum, á Narfastöðum í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
8. |
Kiðagil: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 2001004 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 6.01.2020 þar sem Heiðrún Tryggvadóttir sækir um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Kiðagili í Bárðardal í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
9. |
Tónlistarskólinn á Akureyri: Umsókn um hljóðfæranám - 1912022 |
|
Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dags. 16.12.2019 þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011. |
||
10. |
Framhaldsskólinn á Laugum: Styrkbeiðni - 2001007 |
|
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðmundi Smára Gunnarssyni f.h. Framhaldsskólans á Laugum, dags. 8. janúar s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku skólans í alþjóðlegu verkefni „Water is Life“ sem snýst um vatn og hreina orku. |
||
Sveitarstjórn samþykkir styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 250 þús. Fjárhæð rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020. |
||
11. |
Þjóðgarður á miðhálendi Íslands: Umsögn - 1902026 |
|
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Það er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að gott samráð hafi verið haft við sveitarstjórnir á svæðinu við undirbúningsvinnu að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart stofnun slíks þjóðgarðs en telur mikilvægt að eftirfarandi sé haft til hliðsjónar: |
||
12. |
Samgönguáætlun 2020-2034:Umsögn - 2001012 |
|
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 hefur verið lögð fram á Alþingi. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Einnig var lögð fram tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun (aðgerðaráætlun) fyrir fyrsta tímabilið 2020-2024. Samgönguáætlunin er nú í umsagnarferli hjá nefndasviði Alþingis. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur undir umsögn og athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands um samgönguáætlun sem sendar voru inn í haust á samráðsgátt stjórnvalda en ekki virðist hafa verið tekið tillit til þeirra ennþá. |
||
13. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Beiðni frá forsætisráðuneytinu um upplýsingaöflun í tengslum við afleiðingar óveðurs í desember. |
||
Fundi slitið kl. 16:57