Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
13.02.2020
273. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Sæþór Gunnsteinsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 8. lið; Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 og undir 9. lið; Flugleiðahótel ehf. - Samningur og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
1. |
Kynning: Nýtt hjúkrunarheimili og starf fjölmenningarfulltrúa - 2001035 |
|
Til fundarins mættu Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og kynntu nýtt hjúkrunarheimili og starf fjölmenningarfulltrúa. |
||
Sveitarstjórn þakkar Kristjáni Þór og Sigrúnu Björgu fyrir góðar kynningar. |
||
2. |
Félagsheimilið Ljósvetningabúð: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 2002008 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 4.02.2020 þar sem Ólafur Ingólfsson sækir um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 15.02.2020 í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
3. |
Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar: Aðalfundarboð - 1902025 |
|
Lagt fram fundarboð aðalfundar Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindalækjar sem haldinn verður á Bollastöðum þriðjudaginn 18. febrúar n.k. |
||
Samþykkt samhljóða að Sigríður Hlynur H. Snæbjörnsson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
4. |
Skipan fulltrúa Þingeyjarsveitar til að vinna að markaðsmálum í samstarfi við Mývatnsstofu - 2002009 |
|
Fyrir liggur að skipa fulltrúa Þingeyjarsveitar til að vinna að markaðsmálum í samstarfi við Mývatnsstofu þar sem samkomulag hefur náðst um markaðsstarf vegna ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit en félaginu Ferðamálasamtök Þingeyjarsveitar var slitið á dögunum. |
||
Samþykkt að skipa Arnór Benónýson og Sigríði Hlyn H. Snæbjörnsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar til samstafs við Mývatnsstofu. |
||
5. |
Samningur um fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags - 2002007 |
|
Fyrir fundinum liggur samningur milli Alta ehf. og Þingeyjarsveitar um fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags en á fundi sveitarstjórnar þann 16.01.2020 var samþykkt að ganga til samninga við Alta ehf. |
||
Sveitarstjórn staðfestir samninginn. |
||
6. |
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 2001042 |
|
Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 20.01.2020 þar sem fram kemur að sveitarfélög skuli skila uppfærðum húsnæðisáætlunum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) ár hvert. Uppfæra þarf Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2023 í nokkrum liðum. |
||
Sveitarstjóra falið að uppfæra húsnæðisáætlunina og skili inn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. |
||
7. |
Trúnaðarmál – 2002010 |
|
Fært í trúnaðarmálabók. |
||
8. |
Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - 2002012 |
|
Fyrir liggur til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna óska Eyþings um viðbótarframlag til reksturs á árinu vegna sérstakra aðstæðna. Fjárhæð viðaukans er kr. 434.549 og kemur til hækkunar fjárheimilda til málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 434.549, viðbótarframlagi til málaflokks 21-Sameiginlegur kostnaður, sem mætt verður með handbæru fé. |
||
9. |
Flugleiðahótel ehf.: Samningur - 2002011 |
|
Tekin til umræðu drög að samkomulagi um lok leigusamnings milli Flugleiðahótels ehf., Tjarna hf. og Þingeyjarsveitar. Í gildi eru leigusamningar vegna rekstur Hótel Eddu Stórutjörnum, við Þingeyjarsveit annars vegar og Tjarnir hf. hinsvegar, sem gilda til hausts 2023, en eru með 18. mánaða uppsagnarfrest. Í október 2019 var samningum þessum sagt upp af Flugleiðahótelum, sem hafa jafnframt óskað eftir að vera ekki með rekstur þar sumarið 2020, þrátt fyrir ákvæði samninga þar um. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að ganga til samninga við Flugleiðahótel ehf. á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi að höfðu samráði við stjórn Tjarna hf. |
||
10. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerðir 877. og 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 15:33