275. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

12.03.2020

275. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Margrét Sólveig Snorradóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Sólveig Snorradóttir.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum, undir 6. lið; 1804006 – Umhverfisstofnun: Friðlýsing svæðisins Látraströnd – Náttfararvíkur. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Norðurorka hf.: Aðalfundarboð - 1903008

 

Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf. sem haldinn verður 17. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

 

Samþykkt samþjóða að Dagbjört Jónsdóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

     

2.

Kiðagil ehf.: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi -   2003006

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 6.03.2020 þar sem Magnús Skarphéðinsson, forsvarsmaður Kiðagils ehf., sækir um rekstrarleyfi í flokki IV- Gististaður   með áfengisveitingum í Kiðagili í Bárðardal í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. Friðrika Sigurgeirsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

     

3.

Hamingjuverkefni Þingeyjarsveitar - 2003007

 

Fyrir fundinum liggur tilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga í vinnu við framkvæmd og úrvinnslu könnunar um hamingju íbúa í Þingeyjarsveit 2020. Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar 2020 að kanna hamingju íbúa í Þingeyjarsveit. Könnunin verður á ensku og íslensku og í formi rafræns spurningarlista. Tilboð Þekkingarnetsins er uppá 556.320 kr. og felur í sér úthringingar, lýsandi tölfræði, krosstöflu og fylgniútreikninga og skýrslugerð.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.

     

4.

Styrkbeiðni: Dróni - 2003009

 

Lagt fram erindi frá Hlöðveri P. Hlöðverssyni, dags. 9.03.2020 þar sem hann leggur til að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að   keyptur verið öflugur dróni í héraðið. 
Tillagan er að björgunarsveitir héraðsins verði leiddar saman til að vinna saman að því að keyptur verði öflugur dróni. Hann myndi í fyrsta lagi nýtast   vegna leita og björgunar. Hann gæti einnig nýst til smölunar og leitar á fé. Jafnframt gæti hann nýst til grenjavinnslu og hugsanlega til veiðieftirlits   um sumar og vetur. 
Dróninn yrði alfarið í umsjón og/eða eigu björgunarsveitanna og seldur út til þeirra verkefna sem fyrir liggja á hverjum tíma.

 

Sveitarstjórn þakkar erindið. Upplýsingar liggja fyrir um öfluga dróna sem eru í eigu björgunarsveita í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við sveitirnar um afnot af þessum drónum í þágu sveitarfélagsins.

     

5.

Styrkbeiðni: Boccía - 2003008

 

Lagt fram erindi frá Erni Byström Jóhannssyni, dags. 9.03.2020 þar sem hann óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til þess að kaupa boccíasett í íþróttamiðstöðina á Laugum en hópur fólks hefur iðkað   boccía þar undanfarin misseri og er alltaf að fjölga í hópnum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða styrk að fjárhæð 85.000 kr. til kaupa á boccíasetti sem verði í eigu   íþróttamiðstöðvarinnar/sundlaugarinnar á Laugum. Fjárhæð rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.

     

6.

Umhverfisstofnun: Friðlýsing svæðisins Látraströnd -   Náttfaravíkur - 1912025

 

Lagt fram erindi frá Hildi Vésteinsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar vegna friðlýsingar svæðisins Látraströnd - Náttfaravíkur. Verið er að hefja vinnu við undirbúning friðlýsingar og óskað er eftir að   sveitarfélagið tilnefni einn fulltrúa í samstarfshóp. Einnig verður óskað eftir fulltrúa Grýtubakkahrepps og fulltrúum landeigenda í starfshópinn.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Dagbjörtu Jónsdóttur sveitarstjóra í samstarfshóp vegna vinnu við undirbúning friðlýsingar svæðisins Látraströnd - Náttfaravíkur.

     

7.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerðir 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

8.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 81. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lögð fram til kynningar.

     

Fundi slitið kl. 13:55.