Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
14.05.2020
279. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 14. maí kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson og Dagbjört Jónsdóttir.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Umræður um áætlanir vegna COVID-19: Tímabundin sumarstörf - 2003016 |
|
Vinnuúrræði og tímabundin sumarstörf fyrir ungt fólk tekin til umræðu. |
||
2. |
Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - 2002012 |
|
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Þingeyjarskóla, Jóhanni Rúnari Pálssyni dags. 06.05.2020 þar sem hann óskar eftir heimild til þess að ráðstafa 4 milljónum kr. úr eignasjóði, sem áætlað var til viðhalds fasteignar, til kaupa á húsbúnaði, kennslutækjum og öðrum tæknibúnaði sem snúa m.a. að starfrænni kennslu og upplýsingamennt. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 eru 11 milljónir kr. áætlaðir til viðhalds Þingeyjarskóla sem eru gjaldfærðar á eignasjóð. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að færa 4 milljónir kr. frá viðhaldi Þingeyjarskóla til tækjakaupa fyrir skólann sem verða eignfærðar á eignasjóð. |
||
3. |
Hólmavað Guesthouse: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2005010 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 7.05.2020 þar sem Benedikt Kristjánsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II-Gististaður án veitinga, á Hólmavaði í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
4. |
CJA: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2005005 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 5.05.2020 þar sem Aðalsteinn Már Þorsteinsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur III-Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum, á Hjalla í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
5. |
Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2020-2026 - 1904020 |
|
Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2020-2026 til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun. Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2020-2026 verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum. |
||
6. |
Söfnun og förgun dýrahræja - 2005006 |
|
Lagt fram erindi frá Ólafi Jónssyni héraðsdýralækni NA-umdæmis f.h. Matvælastofnunar (MAST) þar sem segir að um tuttugu ár séu liðin frá því að síðasta riðutilfelli var greint í Skjálfandahólfi. Það er mikilvægur áfangasigur í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé og nú eru varnarhólfin þrjú í Þingeyjarsýslum hrein með tilliti til riðu. |
||
Sveitarstjórn þakkar héraðsdýralækni fyrir ábendinguna. Hermanni umsjónarmanni falið að hafa samband við önnur sveitarfélög sem standa frammi fyrir því sama sem og að hafa samband við Terra sem sér um sorphirðu í sveitarfélaginu um úrlausn mála. Málið unnið áfram að fengnum frekari upplýsingum. |
||
7. |
Skipun þingfulltrúa á þing SSNE - 2005013 |
|
Samkvæmt 5. gr. samþykkta fyrir Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) skulu sveitarstjórnir skipa ákveðinn fjölda þingfulltrúa og jafnmarga til vara á þing SSNE. Þingeyjarsveit skal skipa þrjá fulltrúa og þrjá til vara. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Arnór Benónýsson, Árna Pétur Hilmarsson og Jónu Björgu Hlöðversdóttur sem aðalfulltrúa og Margréti Bjarnadóttur, Dagbjörtu Jónsdóttur og Sigríði Hlyn H. Snæbjörnsson til vara. |
||
8. |
Tillaga að framtíð AÞ ses. - 2005012 |
|
Fyrir liggur tillaga að framtíð AÞ ses. þar sem lagt er til að félagið starfi áfram sem eignarhaldsfélag um þær eignir sem í stofnunni eru og sem þjónustufélag vegna sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna á svæðinu. Þær eignir sem um er að ræða eru peningalegar eignir og hlutafé í fyrirtækjum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um framtíð AÞ ses. með þeim fyrirvara að rekstur HNÞ bs. verði sjálfstæður. |
||
9. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Stöðufundum hjá viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar og hjá Aðgerðarstjórn á Norðurlandi eystra (AST) hefur fækkað töluvert enda COVID-19 faraldurinn á niðurleið. Ekki hafa greinst nein smit í okkar umdæmi frá 7. apríl s.l. og enginn hefur verið í einangrun frá 24. apríl. Svo virðist að svæðið sé smitlaust þó ekki sé hægt að fullyrða það. |
||
10. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerðir 882. og 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
11. |
Stýrihópur Nýsköpunar í norðri - Fundargerðir - 1911007 |
|
Fundargerð 5. fundar stýrihóps NÍN. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 16:34