Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
28.05.2020
280. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 28. maí kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 5. lið; 2001008 -Brunavarnaáætlun 2020-2025 og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019: Fyrri umræða - 2005018 |
|
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sat skrifstofustjóri fundinn undir þessum lið. |
||
Sveitarstjórn þakkar Þorsteini fyrir greinargóða yfirferð og vísar ársreikningi 2019 til seinni umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar einnig starfsfólki fyrir góð störf á árinu 2019 sem endurspeglast í ársreikningnum. |
||
2. |
Granastaðir ehf.; Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2005035 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 19.05.2020 þar sem Svanhildur Kristjánsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, á Granastöðum í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
3. |
Gjaldtaka á stórnotendur Vaðlaheiðarganga - 2005036 |
|
Lagt fram erindi ásamt undirskriftarlista 36 íbúa Þingeyjarsveitar, dags. í maí, þar sem skorað er á sveitarstjórn að beita sér fyrir því að stórnotendum í sveitarfélaginu verði boðin hagstæðari kjör en nú er á veggjaldi í Vaðlaheiðargöng. Í erindinu segir m.a. að Vaðlaheiðargöng séu stórkostleg samgöngubót og öllum ljóst að frá upphafi var ætlunin að fjármagna hluta af kostnaði við göngin með veggjöldum, hins vegar hafi gjaldskrá ganganna verið vonbrigði fyrir þann hóp íbúa sem nota göngin hvað mest. |
||
Sveitarstjórn þakkar erindið og tekur undir sjónarmið íbúa og beinir því til stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. að taka gjaldskrána til skoðunar. |
||
4. |
Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018 |
|
Lögð fram fundargerð 30. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 20.05.2020. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þrem liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
||
5. |
Brunavarnaáætlun 2020-2025 - 2001008 |
|
Lögð fram öðru sinni Brunavarnaáætlun Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar 2020-2025 ásamt áhættumati. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða brunavarnaáætlunina. |
||
6. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 125. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.05.2020. Ásvaldur og Jóna Björg gerðu grein fyrir fundargerðinni sem er í 13 liðum. |
||
2.liður fundargerðar, Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. |
||
7. |
Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052 |
|
Lögð fram fundargerð 82. fundar Fræðslunefndar frá 25.05.2020. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
||
8. |
Sparisjóður Suður-Þingeyinga - Aðalfundarboð - 1903038 |
|
Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. sem haldinn verður í Ýdölum miðvikudaginn 10. júní n.k. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að oddviti fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum. |
||
9. |
Umhverfisstofnun; Beiðni um umsögn vegna lokunar hella - 2005039 |
|
Lögð fram beiðni um umsögn frá Umhverfisstofnun (UST), dags. 25.05.2020 vegna lokunar hella á Þeistareykjum. UST er að undirbúa ákvörðun um lokun fyrir aðgang að tveimur hellum í Þeistareykjahrauni í verndarskyni skv. heimild í 25. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd sem heimilar stofnuninni að takmarka umferð eða loka svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæði. Ákvörðunin er háð staðfestingu ráðherra og skal stofnunin ávallt hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeiganda og aðra hagsmunaaðila áður en tillaga um lokun er send ráðherra. |
||
Sveitarstjórn fagnar lokun hellana á Þeistareykjum og lýsir fullum stuðningi við þessa aðgerð. |
||
10. |
Fasteignir sveitarfélagsins - 1906024 |
|
Umræða um mögulega sölu á bragganum á Laugum, fastanúmer F2163966 sem m.a. hefur verið nýttur sem áhaldahús en þykir ekki mjög hentugt sem slíkt. Hjálparsveit skáta í Reykjadal hefur hug á að selja húsnæði sveitarinnar, fastanúmer F2163832 vegna kaupa á nýju húsnæði og hefur lýst yfir áhuga á að selja sveitarfélaginu húsið en sveitarfélagið á húsnæðið við hliðina. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga um kaup á húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjadal, F2163832 til notkunar sem áhaldahús og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að selja braggann á Laugum, F2163966 og sveitarstjóra falið að koma honum í söluferli.
|
||
11. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman stöðu aðgerða í aðgerðapökkum 1 og 2 vegna COVID-19 sem varða sveitarfélögin. Sumar aðgerðir eru komnar til framkvæmda og aðrar í vinnslu. Einnig er farið yfir tengingu aðgerða ríkisins við viðspyrnuáætlun sambandsins. |
||
12. |
Stýrihópur Nýsköpunar í norðri - Fundargerðir - 1911007 |
|
Fundargerð 6. fundar stýrihóps NÍN. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
13. |
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023 |
|
Fundargerð 19. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ bs. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
14. |
Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004 |
|
Fundargerð 84. fundar svæðisráðs vestursvæðis VJÞ. |
||
Lögð fram til kynningar.
|
||
15. |
Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007 |
|
Fundargerðir 40. og 41. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 16:45