281. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

11.06.2020

281. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 11. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019: Seinni umræða - 2005018

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til síðari umræðu.

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019 samþykktur samhljóða og undirritaður. Ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit staðfest og undirritað. Ársreikningurinn verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

     

2.

Rekstraryfirlit: Fyrstu fjórir mánuðir ársins 2020 - 1804046

 

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins 2020. Sveitarstjóri ásamt skrifstofustjóra, sem mætti til fundarins undir þessum lið, gerðu grein fyrir stöðunni samanborið við fjárhagsáætlun 2020. Heildar tekjur eru undir áætlun sem nemur 1,5% stigi en sama á við um heildar útgjöld. Í málaflokki umferðar- og samgöngumál er kostnaður vegna snjómoksturs kominn framúr um átta millj.kr. en aðrir málaflokkar eru innan áætlunar. Flest bendir þó til þess að halli verði á Aðalsjóði á þessu ári.

     

3.

Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052

 

Lögð fram fundargerð 83. fundar Fræðslunefndar frá 26.05.2020. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

     

4.

Láfsgerði: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2006006

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 02.06.2020 þar sem Hólmfríður S Haraldsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, í Láfsgerði 1 og Láfsgerði 2 í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

5.

Fiskeldi í Eyjafirði - 2006015

 

Lögð fram þrjú erindi sem borist hafa og málið varða:
a) Frá veiðifélagi Fnjóskár og Stangveiðifélaginu Flúðum fyrir hönd veiðifélaga við Eyjafjörð og nágrenni þar sem fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði er mótmælt.
b) Frá 118 landeigendum og/eða ábúendum í Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi og Þingeyjarsveit, áskorun um friðun Eyjafjarðar fyrir öllu sjókvíeldi á laxi.
c) Frá Halldóri Áskelssyni.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggur til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Sveitarstjórn bendir á að margar bestu og þekktustu veiðiár landsins eru á þessu landsvæði og ekki verjandi að stefna lífríki þeirra í hættu með því að heimila sjókvíaeldi í Eyjafirði.

     

6.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

7.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerðir 8., 9. og 10. fundar stjórnar SSNE.

 

Lagðar fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 14:04