Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
10.09.2020
285. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 10. september kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Oddviti óskaði eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 7. lið: 2009014- Bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 09.09.2020 varðandi gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Fjárhagsáætlun 2021-2024: Forsendur og undirbúningur - 2009007 |
|
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Við vinnslu fjárhagsáætlana ber sveitarfélögum að styðjast við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands þar sem við á. Í minnisblaðinu eru helstu niðurstöður sumarspár stofnunarinnar frá 2. júlí s.l. raktar en einnig bent á nýrri spár annarra aðila. Hagstofan gerir ráð fyrir að ný þjóðhagsspá verði birt 1. október n.k. |
||
Sveitarstjóra, skrifstofustjóra og oddvita falið að vinna sviðsmyndir í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt að halda vinnufund í sveitarstjórn vegna fjárhagsáætlunar 2021-2024 þann 8. október og færa reglubundinn sveitarstjórnarfund sem halda átti þá til 15. október. |
||
2. |
Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags - 2008038 |
|
Tekin fyrir umsókn, dags. 22.07.2020 um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags. |
||
Sveitarstjórn hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki undir 2. gr. reglna Þingeyjarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. |
||
3. |
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Brunavarnir á hjólhýsasvæðum - 2008039 |
|
Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), móttekið 26.08.2020 um brunavarnir á hjólhýsasvæðum. HMS hefur að undanförnu beint sjónum sínum að brunavörnum á hjólhýsasvæðum eftir ábendingar frá slökkviliðum. Um er að ræða hverfi með hjólhýsum, skúrbyggingum, pöllum, fortjöldum og gróðri sem flest hafa ekki verið skipulögð sérstaklega heldur einfaldlega byggst upp án þess að hugað hafi verið að brunavörnum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að vísa bréfinu til Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar til úrvinnslu og leggja í framhaldinu fram greinargerð um málið. |
||
4. |
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021 - 2009008 |
|
Fyrir fundinum liggur bréf frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 19.08.2020, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að styðja við starfsemi samtakanna fyrir árið 2021. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fjárstyrk kr. 100.000 til samtakanna og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2021. |
||
5. |
Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála: Mál nr. 67/2020 - 2008004 |
|
Fyrir liggur úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 67/2020, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 25.06.2020 um að samþykkja tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu. |
||
Sveitarstjórn fór yfir niðurstöðuna. |
||
6. |
Sorpsamlag Þingeyinga; Kostnaður vegna athugasemda UST - 2009009 |
|
Lagt fram erindi frá Gunnari Hrafni Gunnarssyni, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, dags. 4.09.2020. Málið snýst um frágang á aðstöðu Sorpsamlags Þingeyinga en Þingeyjarsveit var eigandi 22,8% hlutar í því félagi. Árið 2014 var gengið frá samkomulag um útgöngu aðildarsveitarfélaga, annarra en Norðurþings úr félaginu. |
||
Erindið varðar fasteign Sorpsamlags Þingeyinga ehf. sem nú er að fullu eigu í Norðurþings, oddvita og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa annarra sveitarfélaga sem voru eignaraðilar að Sorpsamlaginu á sínum tíma. |
||
7. |
Bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps varðandi gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit - 2009014 |
|
Í tengslum við bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepp varðandi kaup ríkisins á Hótel Gíg fyrir gestastofuna. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur heilshugar undir bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sem er eftirfarandi: |
||
8. |
Samstarfsnefnd um sameiningarferli - Fundargerðir - 1906023 |
|
Fundargerð 11. fundar samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
10. |
Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007 |
|
Fundargerð 42. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 14:44