Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
15.10.2020
287. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 15. október kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 7. lið; 2010013 – Hellugnúpsskarð, framkvæmdaleyfi til efnistöku og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015 |
|
Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar tekin til umræðu. Vinna starfshóps stendur yfir og Einar Örn Kristjánsson, fulltrúi hópsins fór yfir markmið og leiðarljós stefnunnar með sveitarstjórn. Vinnu starfshópsins framhaldið og drög að stefnunni verða lögð síðar fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með vinnu starfshópsins og samþykkir samhljóða að heimila starfshópnum að leita til Alta ehf. um ráðgjöf í verkefninu. |
||
2. |
Fjárhagsáætlun 2021-2024: Forsendur og undirbúningur - 2009007 |
|
Umræðu framhaldið um forsendur og undirbúning fjárhagsáætlunar 2021-2024 sem nú er í vinnslu. Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir 2,8% verðlagshækkun á útgjaldaliði og 5,9% á launaliði og er það samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 8. október sl. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði út frá ofangreindum forsendum við gerð fjárhagáætlunar. |
||
3. |
Snjómokstur - Viðauki - 1911008 |
|
Kostnaður vegna snjómoksturs er kominn rúmar 13 milljónir framúr áætlun 2020. Sveitarstjóri óskaði eftir viðauka við áætlun. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka að fjárhæð 25 m.kr. við fjárhagsáætlun 2020 vegna snjómoksturs sem mætt verði með lántöku. |
||
4. |
Austurhlíðarvegur(846)- Hámarkshraði - 1908036 |
|
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 29.08.2019 að að senda erindi til Vegagerðarinnar og óska eftir að hámarkshraði á Austurhlíðarvegi (846) sem liggur næst þéttbýlinu á Laugum, yrði lækkaður úr 80 km./klst. í 50 km./klst. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu frá Vegagerðinni. |
||
5. |
Skipurit Þingeyjarsveitar - 2002030 |
|
Lagt fram að öðru sinni skipurit Þingeyjarsveitar með þeim breytingum sem voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar þann 5.03.2020. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipurit sem verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum. |
||
6. |
Snow Dogs ehf. - Umsókn um starfsleyfi - 2009034 |
|
Fyrir liggur umsókn um starfsleyfi vegna reksturs Snow Dogs ehf. í Vallholti í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra veitir starfsleyfið að fenginni umsögn sveitarstjórnar og úttekt MAST. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veitt verði starfsleyfi fyrir rekstur Snow Dogs ehf. í Vallholti fyrir að hámarki 40 hunda og að starfsemin verði grenndarkynnt. |
||
7. |
Hellugnúpsskarð - framkvæmdaleyfi til efnistöku - 2010013 |
|
Skipulags- og umhverfisnefnd vísaði eftirfarandi erindi til sveitarstjórn á fundi sínum þann 15.október 2020: |
||
Sveitarstjórn tekur undir mat skipulags- og umhverfisnefndar og telur að færsla á fyrirhuguðu efnistökusvæði sé innan skilgreinds efnistökusvæðis í núgildandi aðalskipulagi og að fyrirhuguð efnistaka í landi Sörlastaða sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. |
||
8. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Það sem sveitarstjóri fór yfir m.a.: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga var haldin í fjarfundi 1. og 2. október. |
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 887. og 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
10. |
Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004 |
|
Fundargerð 87. fundar svæðisráðs vesturssvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
11. |
Vegagerðin - Starfshópur, girðingar umbætur og hagræðing - 2009033 |
|
Settur hefur verið saman starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 15:02