Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
05.11.2020
289. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 05. nóvember kl. 14:30
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 1911006 |
|
Lánssamningur nr. 2011_105 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 40.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. |
||
2. |
Friðlýsing dropsteinshella á Þeistareykjum - 2011002 |
|
Tekin til umræðu friðlýsing dropsteinshella á Þeistareykjum í framhaldi af ákvörðun um að loka hellunum á svæðinu í verndarskyni. Fyrsti fundur samstarfshóps um friðlýsingu hellanna var haldinn mánudaginn 26. október s.l. þar sem ræddar voru ákveðnar sviðsmyndir um friðlýsingu. |
||
Sveitarstjórn telur að sviðsmyndirnar þurfi frekari umræðu á breiðari grunni. Fulltrúum í samstarfsnefnd Landsvirkjunar og sveitarfélagsins falið að taka málið til umræðu í nefndinni. |
||
3. |
Nýsköpun í norðri (NÍN) - 1909032 |
|
Umræða tekin um stöðu aðgerða NÍN og viðspyrnuaðgerðir tengdar þeim. |
||
Sveitarstjórn samþykkir 15 milljónir í NÍN til fjármögnunar á viðspyrnuaðgerðum til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu og þar á meðal er þjónustusamningur við Mývatnsstofu um almenna markaðssetningu á sveitarfélaginu og greiðslur á gjöldum ferðaþjónustufyrirtækja í sveitarfélaginu sem taka þátt í markaðsátaki á vegum Mývatnsstofu. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021. |
||
4. |
Rjúpnaveiðibann í landi Þeistareykja - 2011004 |
|
Sveitarstjórn afgreiddi í tölvupósti á milli funda, ákvörðun sína um að banna rjúpnaveiði í landi Þeistareykja frá og með 5. nóvember og út veiðitímabilið 2020. Ákvörðunin var tekin í ljósi aðstæðna, tilmæla frá Almannavörnum og dapurs ástands rjúpnastofnsins. Í framhaldinu birti sveitarstjóri tilkynningu um rjúpnaveiðibannið. Sveitarstjórn ræddi jafnframt framtíðarfyrirkomulag rjúpnaveiða á svæðinu. |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna. Sveitarstjóra falið að skipuleggja eftirlit í samræmi við umræður á fundinum. |
||
5. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Það sem sveitarstjóri fór m.a. yfir var:
|
||
6. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerðir 889. og 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
7. |
Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004 |
|
Fundargerð 89. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
8. |
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023 |
|
Fundargerð 21. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
9. |
Menningarmiðstöð Þingeyinga: Fundargerðir - 1809019 |
|
Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 16:17