1.
|
Fjárhagsáætlun 2021-2024: Fyrri umræða - 2009007
|
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2021-2024 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið. Einnig lögð fram fjárfestingaáætlun 2021.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárfestingaáætlun 2021 og vísar fjárhagsáætlun 2021-2024 til síðari umræðu.
|
|
|
|
2.
|
Gjaldskrár 2021: Fyrri umræða - 2011015
|
|
Gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2021 teknar til fyrri umræðu. Sveitarstjóri lagði fram uppfærðar gjaldskrár samkvæmt fyrri umræðum um fjárhagsáætlun.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskrám 2021 til síðari umræðu.
|
|
|
|
3.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018
|
|
Lögð fram fundargerð 131. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 12.11.2020. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tíu liðum.
|
|
2. liður fundargerðar; Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveita. Sveitarstjórn samþykkir auglýsingu á breytingartillögu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni athugun Skipulagsstofnunar á breytingartillögunni eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.
4. liður fundargerðar; Umsögn um lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu að endurskoðun aðalskipulags Skútustaðahrepps og óskar þeim velfarnaðar í áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
6. liður fundargerðar; Búvellir - Sameining landeigna. Sveitarstjórn tekur undir tillögu nefndarinnar og samþykkir sameiningu landeigna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
7. liður fundargerðar; Hólar verslunarlóð á Laugum, hnitsetning. Sveitarstjórn samþykkir afmörkun lóðarinnar og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
8. liður fundargerðar; Stóru-Laugar land nafnabreyting. Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
|
|
|
|
4.
|
Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052
|
|
Lagðar fram fundargerðir 84. og 85. fundar Fræðslunefndar frá 10.11.2020 og 12.11.2020. Margrét gerði grein fyrir fundargerðunum sem eru hvor um sig í fjórum liðum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2021-2024.
|
|
|
|
5.
|
Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018
|
|
Lögð fram fundargerð 32. fundar Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 12.11.2020. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tveimur liðum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2021-2024.
|
|
|
|
6.
|
Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1804034
|
|
Lögð fram fundargerð 66. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 09.11.2020. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2021-2024.
|
|
|
|
7.
|
Skipan fulltrúa í Ungmennaráð Þingeyjarsveitar - 2011025
|
|
Fyrir liggur skipan í Ungmennaráð 2020-2021. Aðalmenn: Hafþór Höskuldsson, Fellsenda Guðrún Karen Sigurðardóttir, Krossi Edda Hrönn Hallgrímsdóttir, Grímshúsum Styrmir Frans Snorrason, Fagranesi Valdemar Hermannsson, Lyngbrekku Varamenn: Arndís Sara Sæþórsdóttir, Presthvammi Árni Gestur Arnarsson, Kili
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipan í Ungmennaráð Þingeyjarsveit 2020-2021.
|
|
|
|
8.
|
Skipulagsmál í Fjósatungu: Erindi - 2011016
|
|
Fyrir fundinum liggur erindi frá Helga Erni Eyþórssyni f.h. SS Byggir, dags. 6.11.2020 um skipulag svæðisins og framtíðarsýn. Óskað er eftir viðræðum og viðhorfi sveitarfélagsins.
|
|
Samþykkt að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa SS Byggir til fundar ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn og Skipulags-og umhverfisnefnd.
|
|
|
|
9.
|
Reykir: Deiliskipulagsgerð - 1910011
|
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Bjarna Reykjalín f.h. Guðmundar Hafsteinssonar móttekið 9. október 2019 þar sem sótt er um heimild að gerð deiliskipulags á Reykjum 2 í Fnjóskadal.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. október 2019 var erindið tekið fyrir og lagt til við sveitarstjórn að samþykkja þá beiðni að falla frá gerð skipulagslýsingar þar sem allar meginforsendur áætlaðs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi og heimild veitt til vinnu deiliskipulags á því svæði sem tilgreint var í erindinu. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24.október 2019 þá beiðni að falla frá gerð skipulagslýsingar og veitti heimild til vinnu deiliskipulags á því svæði sem tilgreint er í erindinu.
Fornleifaskráning dags 15. júní 2020 frá Hákon Jenssyni hjá Búgarði liggur fyrir. Þar kemur m.a. fram að ekki fundust nein merki um sýnilega menningarminjar á deiliskipulagssvæðinu.
Tillaga að deiliskipulagi dags. 14. júní 2020, gerir ráð fyrir frístundabyggð á um 9 ha svæði sem stofnað er út úr landi Reykja 2. Nú þegar eru 2 frístundahús á svæðinu og miðar tillagan við að 10 frístundahúslóðir verði skipulagðar á svæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 18. júní 2020 lagði skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að sjá um að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opinn kynningarfundur var haldinn að Kjarna, Laugum þann 28. september 2020 í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem engar athugasemdir komu fram.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Reykja 2 og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Reyki 2 samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
10.
|
Bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík - 1901006
|
|
Lagt fram minnisblað frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra í Norðurþingi um byggingu hjúkrunarheimils á Húsavík.
Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir áætluðum kostnaði við byggingu heimilisins. Verkefnið er á forræði Framkvæmdasýslu ríkisins (FRS) og verkkaupar eru tveir, heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélögin sem koma að rekstri Dvalarheimilis aldraðra, Hvamms. Kristján Þór er tengiliður sveitarfélaganna í því ferli sem verkefnið er í núna.
Upphaflega var kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga áætluð 85% ríki og 15% sveitarfélög en er nú 74,5% ríki og 25,5% sveitarfélög sem kemur til vegna auka fermetra sem ríkið tekur ekki þátt í að byggja, svo sem fjölnota sal og tengibyggingu við Hvamm. Heildarkostnaðaráætlun er áætlaður 3,52 milljarðar og hlutdeild sveitarfélaganna því 898 milljónir króna. Útreikningar á hlut hvers sveitarfélags um sig er áætlaður út frá þeirri hlutdeild sem framkvæmdakostnaði ber að skipta skv. samþykktum Dvalarheimilisins Hvamms. Kostnaður verkefnisins er verulega mikið hærri en upphaflegar áætlanir FRS gerðu ráð fyrir en endanlegur kostnaður ræðst þó aldrei fyrr en búið er að bjóða verkið út og tilboð opnuð.
Áætlað er að tvískipta útboðum í verkið, annars vegar bjóða út jarðvinnuframkvæmdir í mars/apríl 2021 og hins vegar uppbyggingu hússins sem færi fram í október/nóvember 2021.
|
|
|
|
11.
|
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026
|
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
|
|
Það sem sveitarstjóri fór m.a. yfir var:
Umhverfisverðlaun 2020. Þann 6. nóvember hlaut Þingeyjarsveit umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020. Verðlaunin voru veitt fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss sem hefur staðið yfir síðastliðin ár. Við erum að sjálfsögðu ákaflega ánægð með verðlaunin.
Efling heilsugæslu á Laugum. Sveitarstjóri og oddviti áttu fund með framkvæmdastjóra og fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) þann 10. nóvember um eflingu heilsugæslu á Laugum. Verkefnið hefur fengið jákvæð viðbrögð og miðar ágætlega áfram. Sveitarstjóri mun vinna áfram tillögur og útfærslur í samráði við fulltrúa HSN.
Snjóflóðavakt í Ljósavatnsskarði. Formlegri snjóflóðavakt hefur nú verið komið á í Ljósavatnsskarði og snjómæli komið þar fyrir en sveitarstjóri og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sendu formlegt erindi til snjóflóðavaktar Veðurstofunnar eftir að snjóflóð féll þar í desember í fyrra. Einnig er búið er að setja upp lokunarhlið beggja vegna vegar svo hægt verði að loka svæðinu fyrir umferð. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mun tilkynna til Vegagerðarinnar þegar snjóflóðahætta vofir yfir sem sér um lokanir vegarins. Þetta er afar mikilvægt og jákvætt skerf í átt að auknu öryggi vegfarenda.
Varaaflstöðvar. Sveitarstjóri óskaði eftir upplýsingum frá Neyðarlínunni varðandi varaaflstöðvar sem lofað var að setja upp víða um land eftir óveðrið sem gekk yfir í desember í fyrra. Í Þingeyjarsveit eru nú sex varaaflstöðvar, fastar og færanlegar, í Fnjóskadal, Stórutjarnaskóla, Breiðumýri, Laugum, við Goðafoss/Hrútey og á Skollahnjúk.
Fjarskiptamál. Fjarskiptamál voru til umræðu á haustfundi Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra þann 12. nóvember s.l. Sveitarstjóri vakti athygli á lélegu GSM sambandi víða í Þingeyjarsveit en fjarskiptafyrirtæki á samkeppnismarkaði hafa takmarkaðan áhuga á að leysa þau mál þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þetta er stórt öryggismál og ekki síst þar sem nú er verið að leggja niður koparvírinn. Á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu hefur heimasíminn í gegnum koparvírinn verið eina örugga fjarskiptasambandið á staðnum. Almannavarnanefndin mun setja sig í samband við Neyðarlínuna sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna í þessum málum og fara fram á úrbætur.
Rjúpnaveiðibann á Þeistareykjum. Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Þingey hafa staðið vaktina á Þeistareykjum vegna rjúpnaveiðibanns. Vel hefur gengið sem af er og almennt séð eru menn að virða bannið. Sveitarfélagið mun greiða björgunarsveitunum styrki fyrir vaktirnar.
Starfsemi grunn- og leikskóla í COVID-19. Mikið hefur mætt á skólastjórnendum, starfsfólki og nemendum grunn- og leikskólum sveitarfélagsins í COVID og ekki síst undanfarnar vikur eftir hertar sóttvarnaraðgerðir þann 3. nóvember s.l. Full ástæða er til þess að hrósa skólastjórnendum og starfsfólki skólanna fyrir vilja í verki, þolinmæði og þrautseigju við að halda úti skólastarfi eins og kostur er við erfiðar aðstæður. Nú hefur aðeins verið létt á sóttvarnaraðgerðum og smitum fer fækkandi, það mun birta upp um síðir.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn 18. nóvember s.l. Tekjur Jöfnunarsjóðs 2020 hafa verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna COVID sem hafa bein áhrif á framlög sjóðsins til sveitarfélaga. Í ávarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fundinum kom fram að ríkið muni standa að baki sveitarfélögum með beinum stuðningi til sjóðsins sem nemi 3,3 milljörðum og til viðbótar 1,5 milljarði úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til almennra framlaga sjóðsins. Það er því von nýrri áætlun Jöfnunarsjóðs fyrir þetta ár á allra næstu dögum.
Stytting vinnuvikunnar. Tillögur að styttingu vinnuvikunnar eru í vinnslu innan stofnana sveitarfélagsins en breytingin tekur gildi um næstu áramót. Þegar tillögurnar liggja fyrir þarf sveitarstjórn að samþykkja þær.
|
|
|
|
12.
|
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - Fundargerðir - 2002017
|
|
Fundargerð 17. fundar stjórnar SSNE.
|
|
Lögð fram til kynningar.
|
|
|
|