Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
03.12.2020
291. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 03. desember kl. 13:00
Arnór Benónýsson , Margrét Bjarnadóttir , Árni Pétur Hilmarsson , Freydís Anna Ingvarsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson , Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 9. lið; 1911006 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf.: Lánasamningur og undir 13. lið; 1810028 - Almannavarnarnefnd Norðurlands eystra: Fundargerðir. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Gjaldskrár 2021: Seinni umræða - 2011015 |
|
Gjaldskrár 2021 teknar til síðari umræðu og lagðar fram til samþykktar. Engar gjaldskrár hækka umfram verðlagshækkun samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar 2021-2024 dags. 8. október 2020. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2021. Gjaldskrár 2021 verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum og taka gildi frá og með 1. janúar 2021. |
||
2. |
Fjárhagsáætlun 2021-2024: Seinni umræða - 2009007 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2021-2024 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á milli umræðna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir 1. og 2. lið dagskrár. |
||
Framlögð fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2021-2024 samþykkt samhljóða.
|
||
3. |
Kortlagning lúpínu, kerfils og bjarnarklóar í Þingeyjarsveit - 1807017 |
|
Náttúrustofa Norðausturlands hefur nú lokið vinnu við kortlagningu lúpínu, kerfils og bjarnarklóar í sveitarfélaginu að beiðni sveitarstjórnar. Um er að ræða tveggja ára verkefni sem skipt var upp í tvo áfanga, fyrri áfangi var unnin í fyrra og seinni nú í ár. Fyrir liggur lokaskýrsla um kortlagninguna ásamt tillögum að markmiðum og aðgerðum. Höfundar skýrslunnar eru Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og Sesselja Guðrún Sigurðardóttir. |
||
Sveitarstjórn þakkar Náttúrustofu Norðausturlands fyrir greinargóða skýrslu og vel unnin störf. |
||
4. |
Stígamót: Fjárbeiðni fyrir árið 2021 - 2011029 |
|
Fyrir fundinum liggur bréf frá Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 09.11.2020 þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um reksturinn með fjárframlagi. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Stígamót um 100.000 kr. og vísar til fjárhagsáætlunar 2021 þar sem gert er ráð fyrir styrknum. |
||
5. |
Soroptimistaklúbbur Húsavíkur; Umsókn um styrk - 2011040 |
|
Tekin fyrir umsókn frá frá Líney Helgu Björnsdóttur, f.h. Soroptimistaklúbb Húsavíkur og nágrennis dags. 4.10.2020. Sótt er um styrk til að halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 7. bekk í grunnskólum Þingeyjarsveitar. Námskeiðið er stúlkunum að kostnaðarlausu og hefur matur, vaktir og annað verið í höndum klúbbsystra. Stefnt er að því að halda námskeiðin á næsta ári, að vori og hausti. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Soroptimsitaklúbbinn um 80.000 kr. til þess að halda námskeið fyrir stúlkur í 7. bekk í grunnskólum Þingeyjarsveitar og vísar til fjárhagsáætlunar 2021 þar sem gert er ráð fyrir styrknum. |
||
6. |
Einarsstaðir 2 lóð, stækkun og landskipti - 2011008 |
|
Sveitarstjórn samþykkir í tölvupósti milli funda erindi dags. 10.11.2020 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Einarsstaðir 2 lóð L153726 og landskipti hennar út úr jörðinni Einarsstöðum 2 eftir stækkun hennar. Nafn hennar verður eftir stækkun Einarsstaðir 6. Erindið var afgreitt í Skipulags- og umhverfisnefnd þann 12.11.2020. |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna. |
||
7. |
Styrkur til björgunar- og hjálparsveita í Þingeyjarsveit - 2012001 |
|
Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Aðaldal og Hjálparsveit skáta í Reykjadal stóðu vaktina á Þeistareykjum vegna rjúpnaveiðibanns sem sveitarstjórn samþykkt þann 5. nóvember s.l. |
||
Um leið og sveitarstjórn þakkar fyrir vel unnin störf samþykkir hún samhljóða að styrkja sveitirnar samtals um 1.500.000 kr. og samþykkir þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2020 sem mætt verði með skammtímaláni. |
||
8. |
Stytting vinnuvikunnar - 2011033 |
|
Sveitarstjóri fór yfir styttingu vinnuvikunnar en í síðustu kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga var samið um styttingu vinnutíma starfsmanna sem taka skal gildi eigi síðar en 1. janúar 2021. Hver vinnudagur styttist um 13 mínútur fyrir starfsmann í fullu starfi m.v. 40 stunda vinnuviku. Þar með lækkar vikuleg vinnuskylda starfsmanns um 65 mínútur án skerðingar launa. Markmiðið er að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Framkvæmd styttingarinnar er samkomulag félagsmanna og atvinnurekenda á hverju vinnustað fyrir sig. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa starfs- og kjaranefnd og að í henni sitji sveitarstjóri, skrifstofustjóri og launafulltrúi sem fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesti tillögurnar séu þær innan ramma kjarasamninga. |
||
9. |
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánssamningur - 1911006 |
|
Lánssamningur nr. 2012_125 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekin til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. |
||
10. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
11. |
Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007 |
|
Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
12. |
Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir - 1810004 |
|
Fundargerð 90. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
Lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn styður vantraustsyfirlýsingu Árna Péturs Hilmarssonar á formann svæðisráðs vestursvæðið Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
13. |
Almannavarnarnefnd Norðurlands eystra: Fundargerðir - 1810028 |
|
Fundargerð Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra frá 12.11.2020 |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 14:38