292. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

14.01.2021

292. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 14. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson , Margrét Bjarnadóttir , Árni Pétur Hilmarsson , Jóna Björg Hlöðversdóttir , Ásvaldur Ævar Þormóðsson , Freydís Anna Ingvarsdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Almenningssamgöngur: Strætó, leið 79 - 2101008

 

SBA hefur tekið við akstri Strætó, leið 79 Húsavík-Akureyri eftir útboð Vegagerðarinnar s.l. haust á óbreyttum leiðum. Þann 1. janúar hóf SBA akstur og í kjölfarið var leið 79 breytt, nú ekur Strætó frá Húsavík til Akureyrar í gegnum Kaldakinn og þar með hafa tvær stoppistöðvar verið felldar út í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli.

 

Þessi breyting var gerð án þess að nokkurt samband eða samráð væri haft við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar en hefur í för með sér umtalsverða skerðingu búsetugæða í stórum hluta sveitarfélagsins. Jafnframt gerir þessi breyting það að verkum að Framhaldsskólinn á Laugum er nú utan almenningssamgangnakerfis sem er þvert gegn þeirri stefnumörkun sem kynnt var þegar Vegagerðin tók yfir almenningssamgöngur á landsbyggðinni.

Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar hefur sett sig í samband bæði við Vegagerðina og Strætó og óskað eftir upplýsingum og gögnum um með hvaða hætti og á hvaða forsendum þessi pólitíska ákvörðun var tekin. Engin gögn hafa borist þrátt fyrir fyrirheit þar um.
Því felur sveitarstjórn sveitarstjóra að koma á fundi, sem allra fyrst, með fulltrúum þessara stofnana.
Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að óska eftir fundi með samgöngumálaráðherra.

     

2.

Svartárvirkjun; Álit Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum - 2101004

 

Fyrir fundinum liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Svartárvirkjunar dags. 30. desember 2020.
Þann 14. apríl 2020 lagði SSB Orka fram matsskýrslu um allt að 9,8 MW Svartárvirkjunar í Bárðardal og óskaði eftir áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sbr. 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun staðfesti móttöku matsskýrslunnar með bréfi dags. 15. apríl 2020. Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif virkjunar Svartár í heild verði verulega neikvæð.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa álitinu til kynningar í Skipulags- og umhverfisnefnd.

     

3.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 132. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.12.2020. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þrettán liðum.

 

1. liður fundargerðar; Einbúavirkjun.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar skv. 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með þeim skilyrðum að skýrt verði að frárennslisgöng séu skilyrði samkvæmt valkosti A í skipulagstillögum.
Jóna Björg Hlöðversdóttir sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

2. liður fundargerðar; Umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - 2011027
Sveitarstjórn afgreiddi þennan lið í tölvupósti á milli funda og var afgreiðslan eftirfarandi:
Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og felur skipulagsfulltrúa að koma umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

5. liður fundargerðar; Laugaból, umsókn um skógrækt.
Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi um skógrækt að þeim skilyrðum uppfylltum að búið verði að hafa samráð við Minjastofnun um vettvangsferð á svæðið í samræmi við 5. gr. reglna nr. 620/2019 um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda.

6. liður fundargerðar; Jarlsstaðir landskipti - 2012002
Sveitarstjórn afgreiddi þennan lið í tölvupósti á milli funda og var afgreiðslan eftirfarandi:
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

11. liður fundargerðar; Núpar, nafnabreyting á 24 lóðum.
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingar lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

12. liður fundargerðar; Brún - lóðastofnun - 2012011
Sveitarstjórn afgreiddi þennan lið í tölvupósti á milli funda og var afgreiðslan eftirfarandi:
Sveitarstjórn samþykkir lóðastofnunina og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

     

4.

Stafræn sveitarfélög - 2101011

 

Lögð fram tillaga frá stafrænu ráði sveitarfélaga um fjármögnun sameiginlegra stafrænna verkefna. Stefnt er á að stofna miðlægt tækniteymi sambandsins sem kostað verði af sveitarfélögunum skv. tillögu um kostnaðarþátttöku árið 2021. Gert er ráð fyrir að verkefnið sé tímabundið, til tveggja ára fyrst um sinn, með mögulegri framlengingu. Óskað er eftir formlegri afgreiðslu á tillögunni.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu, hluti sveitarfélagsins er kr. 316.786 og rúmast innan fjárhagsáætlunar 2021.

     

5.

Veraldarvinir; Strandverðir Íslands - 2101012

 

Lagt fram erindi frá Veraldarvinum um þátttöku í verkefninu Strandverðir Íslands þar sem hugmyndin er að hreinsa allar strendur Íslands með íslenskum og erlendum sjálfboðaliðum og mynda um leið hópa af strandvörðum um allt land sem hafa það hlutverk að viðhalda ströndum landsins þegar búið er að hreinsa þær.

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

     

6.

Fornleifaskráning á Flateyjardal og í Náttvaravíkum - 2101013

 

Lagt fram bréf frá Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðingi hjá Fornleifastofnun Íslands, dags. 3.01.2021. Erindi Kristborgar er að kanna áhuga sveitarstjórnar á því að styrkja að hluta ítarlega fornleifaskráningu á Flateyjardal og í Náttfaravíkum. Um er að ræða tveggja ára verkefni.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

     

7.

Félagsþjónusta; Erindi - 2101015

 

Lagt fram erindi frá Agnesi Þórunni Guðbergsdóttur og Þórunni Jónsdóttur, dags. 10.01.2021 þar sem þær leggja til að sveitarfélagið hafi starfsmann á sínum vegum sem hafi það hlutverk að sinna vöktun á þörf fyrir félagsþjónustu í sveitarfélaginu. Sá starfsmaður væri nokkurskonar undanfari frekara mats og greiningar sem og tengiliður við félagsþjónustu Norðurþings.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar til verkefnis sem nú þegar er í vinnslu um eflingu heilsugæslu í sveitarfélaginu með samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Þar er gert ráð fyrir starfsmanni á vegum sveitarfélagsins sem myndi sinna að hluta til því sem fjallað er um í ofangreindu erindi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

     

8.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerð 19. fundar stjórnar SSNE.

 

Lögð fram til kynningar.

     

9.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

 

Fundargerðir 22. og 23. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ og 12. fundar fulltrúaráðs HNÞ.

 

Lagðar fram til kynningar.

     

10.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag.

 

Lögð fram til kynningar.

     

11.

Hagstofa Íslands - Manntal og húsnæðistal 2021 - 2012009

 

Bréf frá Hagstofu Íslands um undirbúning manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.

 

Lagt fram til kynningar.

     

12.

Landgræðslan - Upplýsingar um uppgræðslu í samstarfsverkefnum á árinu 2020 - 1911025

 

 

Bréf frá Landgræðslunni um upplýsingar um uppgræðslu í samstarfsverkefnum á árinu 2020.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 15:30