1.
|
Samorka; Kynning - 2101026
|
|
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku, kynnti sjónarmið Samorku um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð í framhaldi af ósk hans um samtal við sveitarstjórn um málefnið. Kynningin fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.
|
|
Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna.
|
|
|
|
2.
|
Ástand malarvega í Þingeyjarsveit - 2101030
|
|
Umræða tekin um ástand Útkinnarvegar nr. 851 og að henni lokinni samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi bókun:
|
|
Á Útkinnarvegi 851 hefur vegurinn sokkið að hluta í mýri sem veldur því að í úrkomutíð flýtur vatn yfir veginn sem vandi er að veita frá honum og 15 íbúar verða innlyksa. Þarna er hættuástand á vegi sem þarf að laga hið fyrsta. Á þetta hefur margoft verið bent og kallað eftir úrbótum en ennþá hefur ekkert orðið af aðgerðum Vegagerðarinnar. Með þessu sinnuleysi skapast hætta og er búsetuöryggi stefnt í voða. Ástand vegarins í heild sinni ásamt öðrum malarvegum héraðsins er til skammar og hefur ítrekuðum áskorunum ekki verið sinnt. Aðgerðir sem grípa þarf til:
Laga hættukafla á Útkinnarvegi hið fyrsta Bæta malarvegi héraðsins og kanna flokkun vega sveitarfélagsins í Vegaskrá og það viðhald og þá þjónustu sem er veitt.
Tillögur um frekari úrbætur: Birta upplýsingar um veður og færð á öllum þeim vegum sem að falla undir helmingamokstur í sveitarfélaginu á yfirlitskorti færðar á vef Vegagerðarinnar.
|
|
|
|
3.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018
|
|
Lögð fram fundargerð 133. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.01.2021. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þrettán liðum.
|
|
2. liður fundargerðar; Hólasandslína 3, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrra efnistökusvæða-2006017. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. liður fundargerðar; Brúar, lóðastofnun-2101001. Sveitarstjórn samþykkir lóðastofnunina og stækkanir í samræmi við tillögur nefndarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
5. liður fundargerðar; Breiðumýri félagsheimili, lóð-2101022. Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar endanleg gögn liggja fyrir.
6. liður fundargerðar; Sameining Arnarstaða inn í Jarlsstaði, Bárðardal-2101006. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferðvegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
11. Lundarbrekka 3, breyta sumarhúsi í íbúðarhús-2101024. Sveitarstjórn samþykkir erindið í samræmi við tillögu nefndarinnar og felur byggingarfulltrúa að vinna að málinu eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
|
|
|
|
4.
|
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - Einishús ehf. endurnýjum rekstrarleyfis - 2101016
|
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 12.01.2021 þar sem Einir Viðar Björnsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, við Einarsstaði 2 í Þingeyjarsveit.
|
|
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
|
|
|
|
5.
|
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál - 2101023
|
|
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent ofangreint frumvarp til umsagnar.
|
|
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að gott samráð hafi verið haft við sveitarstjórnir á svæðinu við undirbúningsvinnu að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og tekur undir þau markmið sem sett eru fram í 3. gr. frumvarpsins um Hálendisþjóðgarð.
Sveitarstjórn telur að Hálendisþjóðgarður geti haft jákvæð áhrif á byggðaþróun í nærliggjandi byggðum og þar með í Þingeyjarsveit en í tillögum og áherslum þverpólitískrar nefndar um Hálendisþjóðgarð er lagt til að Fosshóll við Goðafoss verði ein af þjóðgarðsgáttum inn í þjóðgarðinn. Þá er mikilvægt að tryggja fjármagn til innviðauppbygginga svo sem uppbyggingu vega og þjónustumiðstöðva ef markmið 5. mgr. 3. gr. frumvarpsins eigi fram að ganga.
Mikil umræða hefur verið um skipulagsvald sveitarfélaga og með frumvarpinu væri verið að taka af sveitarfélögum lögbundið skipulagsvald.
Vissulega er verið að kalla fleiri að borðinu til ákvarðanatöku en það stjórnskipulag sem sett er fram í frumvarpinu eru sveitarstjórnir ráðandi aðili í stjórnkerfi Hálendisþjóðgarðs með setur í umdæmisráðum og stjórn.
Til að tryggja góða tengingu milli umdæmisráða og stjórnar þjóðgarðsins við sveitarstjórnir er krafa um að fulltrúar komi úr hópi kjörinna sveitarstjórnarmanna eða framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Sveitarstjórn telur þetta lykilatriði og að hér sé ábyrgð sveitarstjórnarfulltrúa mikil svo stjórnskipulag sem þetta, sem er í grunnin flókið, geti virkað í raun.
Þá fagnar sveitarstjórn þeirri breytingu sem ráðherra gerði á frumvarpinu, að fella út ákvæði um að sveitarstjórnir væru bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins fyrir landsvæði innan hans. Það eykur vægi sveitarstjórna inn í stjórnkerfi Hálendisþjóðgarðs. Þess ber að geta, í ljósi umræðu um skert skipulagsvald, að þó um sé að ræða 32% af flatarmáli Íslands, sem myndi ná yfir Hálendisþjóðgarð, þá er tæplega helmingur þess svæðis nú þegar friðlýstur og allt svæðið þjóðlenda. Ákveðin lög og reglur gilda nú þegar á þessu svæði sem hafa fram til þess haft áhrif á skipulag sveitarfélaga.
Sveitarstjórn lítur svo á að með stofnun Hálendisþjóðgarðs sé verið að formgera þann vettvang umræðu og ákvörðunartöku um landnýtingu og þróun þessa svæðis þar sem sveitarfélögin sem aðild eiga að miðhálendinu hafa ráðandi aðild.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar er jákvæð gagnvart stofnun Hálendisþjóðgarðs en leggur áherslu á eftirfarandi:
Umræðan hefur snúist um orkunýtingu og raforkuflutning en gert er ráð fyrir að orkunýting innan þjóðgarðs taki mið af stefnu stjórnvalda hverju sinni.
Þriðji áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlun) er enn óafgreidd á Alþingi.
Þá er ekki gert ráð fyrir að háspennulínur í lofti verði leyfðar innan þjóðgarðs.
Það er álit sveitarstjórnar að nauðsynlegt sé að útkljá ágreining um þessi atriði áður en kemur til stofnunar Hálendisþjóðgarðs.
|
|
|
|
6.
|
Mývatnsstofa - Þjónustusamningur - 2002029
|
|
Lagður fram til staðfestingar þjónustusamningur við Mývatnsstofu ehf. til eins árs þar sem Mývatnsstofa um annast markaðssetningu á Þingeyjarsveit.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.
|
|
|
|
7.
|
Fasteignir sveitarfélagsins: Melgata 8A - 1906024
|
|
Tekin til umræðu möguleg sala á Melgötu 8A sem er parhús í eigu Þingeyjarsveitar við Stórutjarnaskóla.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að setja Melgötu 8A á sölu og felur sveitarstjóra að koma eigninni í söluferli.
|
|
|
|
8.
|
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánssamningur nr. 2101_05 - 1911006
|
|
Lánssamningur nr. 2101_05 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu.
|
|
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 180.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, kt. 250168-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
|
|
|
|
9.
|
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - Fundargerðir - 2002017
|
|
Fundargerð 20. fundar stjórnar SSNE
|
|
Lögð fram til kynningar.
|
|
|
|