Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
11.02.2021
294. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Nýsköpun í norðri: Áfangaskýrsla - 1909032 |
|
Lögð fram áfangaskýrsla Nýsköpunar í norðri (NÍN) um framgang verkefnisins. |
||
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með þá starfsemi sem fram hefur farið hjá NÍN og með þann kraft sem hefur einkennt það starf. Sveitarstjórn þakkar öllum sem hafa lagt hönd á plóg og hvetur íbúa til þess að halda áfram að taka virkan þátt. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér skýrsluna sem er aðgengileg inni á heimasíðu sveitarfélagsins. |
||
2. |
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi Einbúavirkjunar ehf. - 1908034 |
|
Tekin til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og tillaga að deiliskipulagi Einbúavirkjunar ehf. Erindið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 14. janúar 2021 þar sem sveitarstjórn samþykkti að tillögur að skipulagsáformum yrðu kynntar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Kynningarfundur var haldinn í Kiðagili fimmtudaginn 28. janúar 2021. |
||
Sveitarstjórn hefur, að teknu tilliti til innkominna athugasemda eftir kynningu á skipulagsáformum Einbúavirkjunar ehf., ákveðið að halda fund með landeigendum að Skjálfandafljóti og ræða nýtingaráform og framtíðarsýn varðandi fljótið. Jafnframt áformar sveitarstjórn fleiri almenna kynningarfundi um málefnið. Tímasetning fyrirhugaðra funda verður ákveðin þegar sóttvarnarreglur gefa tilefni til. |
||
3. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Strætó leið 79 |
||
4. |
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - Fundargerðir - 2002017 |
|
Fundargerð 21. fundar stjórnar SSNE. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
5. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 14:40