300. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

10.06.2021

300. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 10. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 4. lið; Breyting á nefndarskipan -1806011 og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Niðurstaða kosninga um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps - 2106015

 

Úrslit kosninga um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps þann 5. júní s.l. liggja fyrir.

Í Þingeyjarsveit fóru kosningar þannig: Á kjörskrá voru 659 og 439 greiddu atkvæði eða 66,6%. Já sögðu 286 eða 65,2% og nei sögðu 146 eða 33,3%, auðir og ógildir voru 7.
Í Skútustaðahreppi fóru kosningar þannig: Á kjörskrá voru 308 og 235 greiddu atkvæði eða 76,3%. Já sögðu 159 eða 67,7% og nei sögðu 71 eða 30,2%, auðir og ógildir voru 5.

Íbúar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hafa þar með samþykkt tillögu um að sveitarfélögin tvö verði sameinuð í eitt.
Næstu skref eru að sveitarstjórnir beggja sveitarfélaga skipa í undirbúningsstjórn sem undirbýr gildistöku nýs sveitarfélags.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar skýrri niðurstöðu sameiningarkosninganna. Kosningaþátttaka var ágæt og vilji íbúa til sameiningar skýr. Samstarfsnefndinni er þökkuð góð störf.

 

   

2.

Rekstraryfirlit fyrstu fjóra mánuði ársins 2021 - 1804046

 

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins 2021. Sveitarstjóri ásamt skrifstofustjóra, sem mætti til fundarins undir þessum lið, gerðu grein fyrir stöðunni samanborið við fjárhagsáætlun 2021. Heildartekjur eru samkvæmt áætlun. Málaflokkar eru almennt innan áætlunar en 04-fræðslumál er aðeins yfir og stefna fram úr áætlun eins og staðan er nú.

 

   

3.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - 2106003

 

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Þingeyjarskóla, Jóhanni Rúnari Pálssyni dags. 26.05.2021 þar sem hann óskar eftir heimild til þess að ráðstafa 4,5 millj.kr. úr eignasjóði, sem áætlað var til viðhalds fasteignar, til kaupa á húsbúnaði vegna uppfærslu á aðstöðu yngri nemenda bæði í kennslustofum og í borðsal.
Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 eru 11 millj.kr. áætlaðir til viðhalds Þingeyjarskóla sem eru gjaldfærðar á eignasjóð.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að færa 4,5 millj.kr. frá viðhaldi Þingeyjarskóla til kaupa á húsbúnaði fyrir yngri nemendur og samþykkir það sem viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

 

   

4.

Breyting á nefndarskipan - 1806011

 

Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi breytingu á nefndarskipan í Fræðslunefnd í tölvupósti þann 24.04.2021 á milli sveitarstjórnarfunda:

Í Fræðslunefnd taki Sigurlaug Svavarsdóttir sæti Freyþórs Harðarsonar sem er fluttur úr sveitarfélaginu, sem 1. varamaður í nefndinni og sæti Sigurlaugar sem 2. varamaður taki Jóna Björg Hlöðversdóttir.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

 

   

5.

Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052

 

Lagðar fram fram fundargerðir 86. og 87. fundar Fræðslunefndar frá 26.05.2021 og 27. 05.2021. Margrét gerði grein fyrir fundargerðunum sem báðar voru í sex liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar.

 

   

6.

Stórutjarnaskóli: Ráðning skólastjóra - 2106001

 

Á vinnufundi sveitarstjórnar þann 4. júní s.l. var farið yfir samantekt á mati þeirra umsækjenda er sóttu um stöðu skólastjóra við Stórutjarnaskóla. Umsóknafrestur var til 10. maí 2021 og sjö umsóknir bárust. AIS ehf. sá um ráðgjöf í ráðningarferlinu. Eftir að búið var að meta umsóknir út frá menntunar- og hæfniskröfum í auglýsingu var Birna Davíðsdóttir metin hæfust í starfið.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Birnu Davíðsdóttur í starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við hana.

Sveitarstjórn þykir leitt að fram kom í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins þann 25. maí sl. að búið væri að ráða Birnu í starfið, hið rétta er að á þeim tímapunkti var formlegu ráðningarferli ekki lokið.

 

   

7.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015

 

Lögð fram lokadrög að umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar.

 

Vísað til afgreiðslu á næsta fundi.

 

   

8.

Svartaborg ehf.: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2008002

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 26.05.2021 þar sem Snæbjörn Þór Stefánsson, sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, í Svörtuborg í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

   

9.

Vatnajökulsþjóðgarður (VJÞ); Stjórnunar- og verndaráætlun VJÞ, umsagnarferli - 2106004

 

Á grundvelli 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð (VJÞ) nr. 60/2007 er auglýst eftir umsögnum um breytingatillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun VJÞ, 3. útgáfu. Umsagnarferli er opið til og með 9. ágúst n.k.

 

Vísað til næsta fundar.

 

   

10.

Bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík: Kostnaðaráætlun - 1901006

 

Lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun vegna byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík til staðfestingar.

Heildarkostnaðaráætlun er samtals 3,7 milljarðar kr., hlutur ríkisins er 76,3% eða 2,8 milljarðar kr. og hlutur aðildarsveitarfélaganna er 23,7% eða 880,5 milljónir kr.
Þegar aðildarsveitarfélögin og fjármálaráðuneytið hafa staðfest áætlunina verður ráðist í útboð á jarðvinnuhluta verksins.

 

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir sitt leyti.

 

   

11.

Umhverfisstofnun: Friðlýsing svæðisins Látraströnd - Náttfaravíkur - 1912025

 

Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum fyrir svæðið Látraströnd - Náttfaravíkur, dags. í maí 2021.

 

Sveitarstjórn telur ekki tímabært að auglýsa friðlýsingarskilmála á þessu stigi, en hvetur til frekara samráðs við landeigendur. Sveitarstjórn telur eðlilegt að ef skaginn verði friðlýstur verði friðlýsingin heildstæðari en fyrirliggjandi hugmyndir. Sveitarstjórn hvetur til að þessari vinnu verði framhaldið.

 

   

12.

Starfshópur um uppbyggingu og tækifæri á Þeistareykjum - 2106016

 

Tekin fyrir tilnefning í starfshóp um uppbyggingu og tækifæri á Þeistareykjum.

 

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Arnór Benónýsson og Jónu Björgu Hlöðversdóttur ásamt sveitarstjóra í starfshópinn.

 

   

13.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir nokkur verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Vinnuskólinn
Vinnuskóli Þingeyjarsveitar hófst í vikunni undir stjórn Þóris Einarssonar. Um 10 ungmenni skráðu sig í vinnuskólann sem verður starfræktur fyrir hádegi næstu tvo mánuði.

Sumarstörf
Þann 10. maí s.l. voru auglýst tvö sumarstörf sem eru hlut af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun. Engin umsókn barst í starf að umhverfismálum en Alfreð Steinmar Hjaltason var ráðinn í starf er snýr að verklegar framkvæmdir. Alfreð Steinmar er nemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.

Starf skólastjóra
Sjö sóttu um stöðu skólastjóra við Stórutjarnaskóla og í framhaldinu hófst úrvinnsla umsókna og ráðningarferli. Birna Davíðsdóttir var metin hæfust og samþykkt að ganga til samninga við hana.

Skólastjórahjón láta af störfum
Stórutjarnaskóla var slitið við hátíðlega athöfn þann 31. maí s.l. þar sem skólastjórahjónin, Ólafur Arngrímsson og Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir voru kvödd með virktum. Ólafur mun láta af störfum þann 1. ágúst nk. en hann hefur starfað 38 ár sem skólastjóri, þar af 27 ár við Stórutjarnaskóla. Þegar að Ólafur lætur af störfum hefur hann lengstan starfsaldur skólastjóra á landinu. Torfhildur mun láta af störfum nú í vor en hún hefur gengt störfum í Stórutjarnaskóla s.l. 26 ár, m.a. sem deildarstjóri í Tjarnaborg. Þeim hjónum var þakkað fyrir tryggð og góð störf í þágu skólans við skólaslitin.

Goðafoss
Fundur var haldinn í samstarfshóp um gerð stjórnunar- verndaráætlunar fyrir Goðafoss og miðar þeirri vinnu vel. Stefnt er á að halda íbúafund þar sem áætlunin verður kynnt þegar hún liggur fyrir.

 

   

14.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 15:44.