Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
24.06.2021
301. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 24. júní kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 6. lið; 1905026 - Fjósatunga; deiliskipulag og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags - 2106013 |
|
Þann 5. júní sl. samþykktu íbúar sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps sameiningu sveitarfélaganna og eru því skilyrði fyrir frjálsri sameiningu sveitarfélaga á grundvelli 120. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 uppfyllt. Samkvæmt 122. gr. sveitarstjórnarlaga skulu sveitarstjórnir beggja sveitarfélags skipa undirbúningsstjórn sem undirbýr stofnun nýs sveitarfélags. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Arnór Benónýsson, Árna Pétur Hilmarsson og Jónu Björgu Hlöðversdóttur sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í undirbúningsstjórn vegna stofnunar nýs sveitarfélags og Margréti Bjarnadóttur, Ásvald Ævar Þormóðsson og Sigríði Hlyn Snæbjörnsson til vara. Sveitarstjóri verður starfsmaður undirbúningsstjórnar.
|
||
|
||
2. |
Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknaseturs í sameinuðu sveitarfélagi - 2106039 |
|
Lögð fram drög að viljayfirlýsing um stofnun rannsóknaseturs. Að viljayfirlýsingunni standa Háskóli Íslands, Svartárkot - menning, náttúra ses., Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sem lýsa yfir vilja til að vinna í sameiningu að stofnun rannsóknaseturs í sameinuðu sveitarfélagi. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna með Háskóla Íslands, Svartárkoti-menning, náttúra og Skútustaðahreppi að framgangi viljayfirlýsingarinnar í samráði við aðra hagaðila þekkingarsamfélagsins í sameinuðu sveitarfélagi. |
||
|
||
3. |
Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs - 2106035 |
|
Teknar til umræðu hugmyndir að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan hluta þjóðlendna í Þingeyjarsveit og tillögu að skipan starfshóps til að vinna að framgangi málsins. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, um mögulega stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan hluta þjóðlendna í Þingeyjarsveit og skipun starfshóps því tengt. Sveitarstjórn samþykkir að skipa sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur í væntanlegan starfshóp um verkefnið. |
||
|
||
4. |
Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015 |
|
Lögð fram lokadrög að umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar öðru sinni. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lokadrög að umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar og að hefja undirbúning aðgerðaráætlunar að loknu sumarfríi. Umhverfisstefnan verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum. |
||
|
||
5. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 138. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.06.2021. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimmtán liðum. |
||
6. liður fundargerðar: Dæli - umsókn um lóðastofnun - 2106018
|
||
|
||
6. |
Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Ómari Ívarssyni dags. 17.05.2019 f.h. SS byggir þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal. Um er að ræða 61,2 ha svæði sem er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem frístundabyggð. |
||
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu frístundabyggð að nýju í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010. |
||
|
||
7. |
Vatnajökulsþjóðgarður (VJÞ); Stjórnunar- og verndaráætlun VJÞ, umsagnarferli - 2106004 |
|
Á grundvelli 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð (VJÞ) nr. 60/2007 er auglýst eftir umsögnum um breytingatillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun VJÞ, 3. útgáfu. Umsagnarferli er opið til og með 9. ágúst n.k. |
||
Varðandi kafla 9.8 Veitur og fjarskipti í drögunum að 3. útgáfu áætlunar, leggur sveitarstjórn áherslu á að orðalag sé skýrt þannig að ljóst sé að ekki sé gengið á ákvörðunarvald sveitarfélaga. Einnig þarf að skýra betur, í sama kafla undir smávirkjanir, hvaða aðili sker úr um hvort framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki, hvort það sé sveitarfélags eða þjóðgarðsins. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 eru vatnsaflsvirkjanir með uppsett afl að 200 kW tilkynningarskyldar til sveitarfélags sem metur hvort hún skuli háð mati á umhverfisáhrifum. |
||
|
||
8. |
Fundur með landeigendum að Skjálfandafljóti - 2106038 |
|
Fyrirhugaður fundur með landeigendum við Skjálfandafljót tekinn til umræðu. Markmið fundarins er að kalla fram sjónarmið og vilja landeigenda varðandi einstaka nýtingar- og/eða friðunarkosti. Þannig geti fundurinn nýst sem innlegg í vinnu sveitarfélagsins við stefnumótun og skipulagsgerð. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 19. ágúst nk. og verður öllum eigendum lands sem liggur að Skjálfandafljóti sent fundarboð.
|
||
|
||
9. |
Náttúrustofa Norðausturlands: Ósk um rannsóknaleyfi á Þeistareykjum - 2106032 |
|
Fyrir fundinum liggur erindi frá Aðalsteini Erni Snæþórssyni, forstöðumanni Náttúrustofu Norðausturlands þar sem hann óskar eftir rannsóknaleyfi á Þeistareykjum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið. |
||
|
||
10. |
Vestmannsvatn Guesthouse: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2106033 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 15.06.2021 þar sem Guðmundur Ágúst Jónsson, sækir um rekstrarleyfi, flokkur IV-C - Minna gistiheimili, við Vestmannsvatn í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
|
||
11. |
Ferðaþjónustan Langavatni: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2106034 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 16.06.2021 þar sem Anna Gunnarsdóttir, sækir um rekstrarleyfi, flokkur IV-B - Stærra gistiheimili, á Langavatni í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
|
||
12. |
Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um hljóðfæranám - 1908026 |
|
Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 6.06.2021 þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms tveggja nemenda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011. |
||
|
||
13. |
Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf. - 1906025 |
|
Lagt fram aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðar sf. sem haldinn var þriðjudaginn 22. júní 2021 í húsnæði félagsins. Sveitarstjórn samþykkti í tölvupósti milli funda að sveitarstjóri færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
|
||
|
||
14. |
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023 |
|
Fundargerð 13. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundi slitið kl. 14:35.