303. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

26.08.2021

303. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. 

 

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Beiðni um umsögn við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Ásahrepps - 2108027

 

Tekin fyrir beiðni dags. 23. júní 2021 frá Vigfúsi Þór Hróbjartssyni f.h. Ásahrepps um umsögn við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir færslu Sprengisandsvegar sem mun hafa áhrif á staðsetningu vegarins innan Þingeyjarsveitar.
Skipulagsfulltrúi mætti til fundarins og sat fundinn undir 1. og 2. lið.

 

Sveitarstjórn hefur athugasemdir við fyrirhugaða legu Sprengisandsleiðar, Sprengisandslínu og lokun Vonarskarðs í aðalskipulagstillögu Ásahrepps og óskar eftir frekari viðræðum við sveitarstjórn Ásahrepps um tillöguna í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og felur skipulagsfulltrúa að koma slíkum fundi á.

 

   

2.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 139. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.08.2021. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þrettán liðum.

 

1. liður fundargerðar; Fnjóskadalur, framkvæmdaleyfi fyrir nýju vegstæði og efnistöku - 2107001
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. liður fundargerðar; Engidalur, landskipti - 2107007
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

4. liður fundargerðar; Beiðni um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 2105003
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. liður fundargerðar; Vellir, umsókn um lóðastofnun - 2103028
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

7. liður fundargerðar; Sólvellir, stofnun lóðar úr Stafni 1 - 2108011
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

9. liður fundargerðar; Bæjarás, lóðastofnun - 2108019
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

10. liður fundargerðar; Kofamór, lóðastofnun - 2108018
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

3.

Fundur með landeigendum að Skjálfandafljóti - 2106038

 

Fundur með landeigendum við Skjálfandafljót sem haldinn var 19. ágúst s.l. tekinn til umræðu. Markmið fundarins var að fá fram sjónarmið landeigenda við Skjálfandafljót um sem flest atriði er tengjast hagnýtingu landsins gæða við fljótið. Bæði var óskað eftir afstöðu til atriða sem landeigendur hefðu forsendur til að meta en einnig sjónarmið um atriði sem hafa þarf í huga við vinnu sveitarfélagsins í skipulagsgerð og áætlunarvinnu annarri.

 

Sveitarstjórn þakkar landeigendum fyrir góða þátttöku, umræður og hópavinnu á fundinum og stefnir á að halda sambærilega fundi með íbúum víðsvegar um sveitarfélagið vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar.

 

   

4.

Mývatnsstofa - 2002029

 

Samstarf við Mývatnsstofu tekið til umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela Arnóri Benónýssyni og Sigríði Hlyni Snæbjörnssyni að ganga til samninga við Mývatnsstofu um áframhaldandi greiðslur út árið 2021.

 

   

Fundi slitið kl. 14:30.