Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
09.09.2021
304. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 09. september kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2021 - 2109006 |
|
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. september n.k. lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 669 aðilar. Kjörskráin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins almenningi til sýnis fram að kjördegi. |
||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrána og veitir henni fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna. |
||
2. |
Fjárhagsáætlun 2022-2025: Forsendur og undirbúningur - 2109005 |
|
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025 í reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga segir með beinum hætti í 17. gr. að við vinnslu fjárhagsáætlana skuli sveitarfélög styðjast við þjóðhagsspár Hagstofu Íslands þar sem við á. |
||
Samþykkt að halda vinnufund í sveitarstjórn vegna fjárhagsáætlunar 2022-2025 þann 14. október n.k. fyrir sveitarstjórnarfund. |
||
3. |
Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs - 2106035 |
|
Lögð fram tillaga frá starfshópi, skipuðum fulltrúum Þingeyjarsveitar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði í Þingeyjarsveit. Um er að ræða stækkun sem fellur innan þjóðlendna og innan miðhálendislínu en undanskilin eru svæði þar sem eru virkjanakostir í biðflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar. Í fyrrgreindum þjóðlendum er Bárðdælaafréttur austari(svæði A) og vestari(svæði B) en tillagan hefur verið kynnt bændum sem nýta þá afrétti. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að svæði A, samkvæmt fyrirliggjandi korti og er austan fljóts verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs enda verði hefðbundnar nytjar tryggðar á svæðinu. Sveitarstjórn er reiðubúin til viðræðna um frekari stækkun og leggur til að starfshópurinn vinni áfram að málinu. |
||
4. |
Hólabrekka, lóðarskiki; Söluferli - 2109008 |
|
Fyrir liggur kauptilboð frá Valþóri Brynjarssyni og Valdísi Lilju Stefánsdóttur, dags. 8.09.2021 vegna viðbótar lóðarskika við lóð Hólabrekku, alls 793 m2 og kaupverð 418.110 kr. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í viðbótar lóðarskika við lóð Hólabrekku og felur sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamning á grundvelli kauptilboðsins. |
||
5. |
Rjúpnaveiðibann í landi Þeistareykja - 2011004 |
|
Tekin til umræðu rjúpnaveiði í landi Þeistareykja. Sveitarstjórn samþykkti 5.11.2020 að banna rjúpnaveiði í landi Þeistareykja út veiðitímabilið 2020 en ræddi jafnframt framtíðarfyrirkomulag rjúpnaveiða á svæðinu. |
||
Sveitarstjórn hefur áhyggjur af bágu ástandi rjúpnastofnsins og mikilli ásókn á svæðið og samþykkir að vísa málinu til Atvinnumálanefndar. |
||
6. |
Umboðsmaður Alþingis: Kvörtun - 2108024 |
|
Lagt fram til kynningar bréf frá umboðsmanni Alþingis, dags. 11.08.2021 þar sem Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður, f.h. Anitu Karin Guttesen, kvartar yfir ráðningu í starf skólastjóra Stórutjarnaskóla sem auglýst var laust til umsóknar í apríl s.l. |
||
7. |
SUNN: Beiðni um upplýsingar - 2109001 |
|
Lögð fram til kynningar beiðni frá Sif Konráðsdóttur, f.h. Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), dags. 31.08.2021, um upplýsingar vegna Einbúavirkjunar. |
||
8. |
Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018 |
|
Lögð fram fundargerð 33. fundar Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 06.09.2021. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti. |
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerðir 899. og 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
10. |
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007 |
|
Fundargerð 1. fundar undirbúningsstjórnar um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
11. |
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Úttektir slökkviliða 2021, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur - 1804037 |
|
Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á úttekt slökkviliðs Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveit 2021. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundi slitið kl. 15:20.