Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
25.11.2021
309. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri
1. |
Fjárhagsáætlun 2022-2025: Fyrri umræða - 2109005 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2022-2025 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið. Einnig lögð fram fjárfestingaáætlun ásamt viðhaldsáætlun í eignasjóði, leiguíbúðum og veitum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til síðari umræðu. |
||
|
||
2. |
Gjaldskrár 2022 - 2111017 |
|
Gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2021 teknar til fyrri umræðu. Almennt er ekki gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum umfram verðlagshækkanir. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskrám 2022 til síðari umræðu. |
||
|
||
3. |
Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - 2106003 |
|
Lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2021, fjárframlag til Mývatnsstofu kr. 4.000.000 og fjárframlag til Nýsköpunar í norðri (NÍN) kr. 11.000.000 sem er hluti aðgerða sveitarstjórnar vegna COVID-19. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða viðauka, annars vegar kr. 4.000.000 og kr. 11.000.000, samtals kr. 15.000.000 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021. |
||
|
||
4. |
Brunavarnarnefnd: Fundargerð - 1809018 |
|
Lögð fram fundargerði 34. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 24.11.2021. Oddviti gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025. |
||
|
||
5. |
Landspilda sveitarfélagsins við Illugastaðarétt: Erindi - 2111018 |
|
Tekið fyrir erindi frá Jóni Þóri Óskarssyni og Hlíf Guðmundsdóttur, dags. 9.11.2021 þar sem óskað er eftir kaupum á hluta eða allri landspildu í eigu sveitarfélagsins við Illugastaðarétt vega fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúss. |
||
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsfulltrúa. |
||
|
||
6. |
Stígamót: Fjárbeiðni fyrir árið 2022 - 2111010 |
|
Fyrir fundinum liggur bréf frá Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 03.11.2021 þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um reksturinn með fjárframlagi. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Stígamót um 100.000 kr. og vísar til fjárhagsáætlunar 2022 þar sem gert er ráð fyrir styrknum. |
||
|
||
7. |
Þjónustusamningur milli Þingeyjarsveitar og SSNE - 2111019 |
|
Lögð fram drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE og Þingeyjarsveitar vegna áfangastaðastofu. Samningur þessi leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélagið undanfarin ár vegna þjónustu sinnar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að skrifa undir samning við SSNE. |
||
|
||
8. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
|
||
9. |
Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004 |
|
Fundargerð 85. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerð - 2002017 |
|
Fundargerð 31. fundar stjórnar SSNE. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.