Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
09.12.2021
310. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 09. desember kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Fornleifaskráning á Flateyjardal og í Náttfaravíkum - 2101013 |
|
Lagt fram bréf frá Kristborgu Þórisdóttur fornleifafræðingi hjá Fornleifastofnun Íslands, dags. 7.12.2021. Erindi Kristborgar er að kanna áhuga sveitarstjórnar á því að styrkja að hluta ítarlega fornleifaskráningu á Flateyjardal og í Náttfaravíkum. Um er að ræða tveggja ára verkefni þar sem sótt er um í Fornminjasjóð með mótframlagi sveitarfélagsins að upphæð 2 m.kr. |
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða styrk til verkefnisins með þeim fyrirvara að styrkur fáist úr Fornminjasjóði. |
|
Gjaldskrár 2022 - 2111017 |
|
Gjaldskrár 2022 teknar til síðari umræðu og lagðar fram til samþykktar. Engar gjaldskrár hækka umfram verðlagshækkun sem er samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar 2022-2025 dags. 1. desember 2021 sem er um 3%. |
|
Framlagðar gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2021 samþykktar samhljóða. Gjaldskrár 2021 verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum. |
|
Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - 2106003 |
|
Lagðir fram tveir viðaukar við fjárhagsáætlun 2021. |
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2021. |
|
Fjárhagsáætlun 2022-2025: Seinni umræða - 2109005 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2022-2025 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á milli umræðna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið. |
|
Framlögð fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2021-2025 samþykkt samhljóða. |
|
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 143. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 2.12.2021. Jóna Björg gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum. |
|
2. liður fundargerðar; Beiðni um umsögn vegna áforma um aflaukningu Hólsvirkjunar - 2111020 |
|
Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1804034 |
|
Lögð fram fundargerð 68. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 7.12.2021. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum. |
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
|
Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2026: Uppfærsla - 1904020 |
|
Tekið fyrir erindi varðandi uppfærslu húsnæðisáætlunar Þingeyjarsveitar. Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur komið því á að húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna verði stafrænar og á stöðluðu formi frá og með 2022. Því er unnið að uppfærslu húsnæðisáætlunar Þingeyjarsveitar sem var samþykkt í sveitarstjórn 14.maí 2020. |
|
Uppfærslu framhaldið í samræmi við umræður á fundinum. |
|
Breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og gerð deiliskipulags vegna Einbúavirkjunar: Erindi - 1908034 |
|
Tekið fyrir öðru sinni erindi frá Hilmari Ágústssyni, dags. 6.09.2021 þar sem hann ítrekar ósk sína um breytingu á aðalskipulagi og heimild til að vinna deiliskipulag. Erindið var lagt fram í sveitarstjórn 29. september s.l. og vísaði sveitarstjórn þá til fyrri bókunar sinnar frá 11.02.2021 þar sem samþykkt var að vísa tillögunni til heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. |
|
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar áréttar sjónarmið er liggja til grundvallar stefnumótun sem unnið er að á vettvangi sveitarfélagsins um hagnýtingu til framtíðar á landgæðum við Skjálfandafljót. Í þeirri vinnu hafa þau sjónarmið mikið vægi að bygging og rekstur vatnsaflsvirkjana í Skjálfandafljóti teljist ekki til æskilegrar landnýtingar við fljótið, sbr. kafli 4.1 í gildandi aðalskipulagi 2010-2022.
Ásvaldur Ævar Þormóðsson sat hjá við afgreiðslu málsins. |
|
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: Breyting á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utan húss - 2112006 |
|
Fyrir liggur breyting á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Breytingin er þess efnis að geymslutími skv. 6. gr. verði styttur úr 45 dögum í 30 daga. Óskað er eftir formlegu svari allra sveitarstjórna á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra á því hvort sveitarstjórnir sé samþykkar umræddri breytingartillögu. Eftir breytingu er orðalag samþykktarinnar eftirfarandi: |
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umrædda breytingartillögu. |
|
Fjárhagsáætlun 2022-2025 og viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 í Skútustaðahreppi - 2112005 |
|
Lögð fram fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2022-2025, sem samþykkt var í sveitarstjórn Skútustaðahrepps þann 8.12.2021, ásamt viðaukum við fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2021. |
|
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti, sbr. 121. gr. sveitarstjórnarlaga, fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2022-2025 sem og viðauka við fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2021. |
|
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð - 1804006 |
|
Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
|
Lögð fram til kynningar. |
|
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð - 1804023 |
|
Fundargerð 14. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. |
|
Lögð fram til kynningar. |
|
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007 |
|
Fundargerð 4. fundar undirbúningsstjórnar sameiningar. |
|
Lögð fram til kynningar. Í lok fundar þakkaði oddviti fundarmönnum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskaði þeim gleðilegra jóla. |