Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
28.12.2021
311. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í fjarfundi þriðjudaginn 28. desember kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.: Lánssamningur nr. 2112_107 - 2110021 |
|
Lánssamningur nr. 2112_107 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu. |
||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 33.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. |
||
|
||
2. |
Gjástykkissvæðið: Yfirlýsing um skiptingu eignarhalds á jarðhita - 2102016 |
|
Lögð fram yfirlýsing um skiptingu eignarhalds á jarðhita á Gjástykkissvæðinu. Þingeyjarsveit er þinglýstur eigandi jarðarinnar Þeistareykja sem liggur að jörðinni Reykjahlíð. Í yfirlýsingunni kemur fram að eigandi jarðarinnar Þeistareykja lýsir því yfir að ekki er ágreiningur, milli Þingeyjarsveitar og eigenda Reykjahlíðar, um að jarðhitaréttindi á Gjástykkissvæði skiptist milli jarðanna eftir landamerkjum þeirra. Hlutfallslegur réttur jarðanna ræðst þannig af flatarmáli háhitasvæðisins á Gjástykki innan landamerkja þeirra. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða yfirlýsingu og felur sveitarstjóra að skrifa undir hana. |
||
|
||
3. |
Hjálparsveit skáta Reykjadal: Kaupsamningur - 2112008 |
|
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá fundi 28.05.2020 er nú lagður fram kaupsamningur og afsal vegna kaupa Þingeyjarsveitar á húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjadal, fastanúmer 216-3832. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kaupsamning sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021 og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann. |
||
|
||
4. |
Greið leið ehf.: Aukafundur - 2105009 |
|
Fyrir liggur fundarboð á aukafund hluthafa Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður í fjarfundi miðvikudaginn 29. desember kl. 10:00. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri, Dagbjört Jónsdóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum. |
||
|
Fundi slitið kl. 13:27