311. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

28.12.2021

311. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í fjarfundi þriðjudaginn 28. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf.: Lánssamningur nr. 2112_107 - 2110021

 

Lánssamningur nr. 2112_107 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 33.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóll, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar kaupa á áhaldahúsi sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, kt. 250168-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

   

2.

Gjástykkissvæðið: Yfirlýsing um skiptingu eignarhalds á jarðhita - 2102016

 

Lögð fram yfirlýsing um skiptingu eignarhalds á jarðhita á Gjástykkissvæðinu. Þingeyjarsveit er þinglýstur eigandi jarðarinnar Þeistareykja sem liggur að jörðinni Reykjahlíð. Í yfirlýsingunni kemur fram að eigandi jarðarinnar Þeistareykja lýsir því yfir að ekki er ágreiningur, milli Þingeyjarsveitar og eigenda Reykjahlíðar, um að jarðhitaréttindi á Gjástykkissvæði skiptist milli jarðanna eftir landamerkjum þeirra. Hlutfallslegur réttur jarðanna ræðst þannig af flatarmáli háhitasvæðisins á Gjástykki innan landamerkja þeirra.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða yfirlýsingu og felur sveitarstjóra að skrifa undir hana.

 

   

3.

Hjálparsveit skáta Reykjadal: Kaupsamningur - 2112008

 

Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá fundi 28.05.2020 er nú lagður fram kaupsamningur og afsal vegna kaupa Þingeyjarsveitar á húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjadal, fastanúmer 216-3832.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kaupsamning sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021 og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann.

 

   

4.

Greið leið ehf.: Aukafundur - 2105009

 

Fyrir liggur fundarboð á aukafund hluthafa Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður í fjarfundi miðvikudaginn 29. desember kl. 10:00.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri, Dagbjört Jónsdóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

   

Fundi slitið kl. 13:27