Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
10.02.2022
314. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Félagsheimilinu Breiðumýri fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 2. lið; 2202012-Landsbyggðar hses. Aðrir liðir farast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Nemendur Stórutjarnaskóla: Beiðni um ný leiktæki - 2201021 |
|
Lagt fram erindi frá nemendum 8.-10. bekkjar Stórutjarnaskóla, ódags. þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á nýjum útileiktækjum fyrir unglinga. |
||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til Fræðslunefndar til frekari skoðunar í samráði við nemendur. |
||
2. |
Landsbyggðar hses. - 2202012 |
|
Samband íslenskar sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafa undanfarið unnið drög að samþykktum fyrir eina húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) fyrir landsbyggðina. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. til frekari skoðunar. |
||
3. |
Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit: Beiðni um styrk - 2201018 |
|
Tekið fyrir öðru sinni erindi frá Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni f.h. ritnefndar um verkefnið; Laxá í Þing. - Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit, dags. 17.01.2022. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Félags- og menningarmálanefndar. |
||
4. |
Viðauki við fjárhagsáætlun 2022: Sundlaugin á Laugum - 2202008 |
|
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2022. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan viðauka, 11 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með skammtíma lántöku. |
||
5. |
Nauðsynleg viðbrögð sveitarfélaga vegna breytingar á barnaverndarlögum - 2202007 |
|
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1.02.2022 um umdæmisráð barnaverndar. |
||
Lagt fram til umræðu. |
||
6. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 906. fundar stjórana Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
7. |
Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis - 2202009 |
|
Kjördæmadagur verður þriðjudaginn 15. febrúar n.k. og sveitarfélög austan Vaðlaheiðar eiga bókaðan fund með þingmönnum frá kl. 10:00 til 12:00 og sveitarfélög vestan Vaðlaheiðar frá kl. 12:45 til 15:00. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 14:32.