315. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

03.03.2022

315. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Félagsheimilinu Breiðumýri fimmtudaginn 03. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Einar Kristjánsson, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Landsvirkjun: Koldís - 2202024

 

Kynning frá Landsvirkjun á verkefninu Koldís sem snýst um aðferðir og áætlanir við samdrátt og losun koldíoxíðs og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð. Axel Valur Birgisson og Bjarni Pálsson frá Landsvirkjun kynntu verkefnið fyrir sveitarstjórn í gegnum fjarfundarbúnað.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu á áhugaverðu verkefni.

 

   

2.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 145. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.02.2022. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

 

2. liður fundargerðar; Vegagerðin, ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að áætluð veglína Norðausturvegar 85-02 verði sett inn í vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulags- og umhverfisnefndar um að bæta skuli inn tengingu við Útkinnarveg í samræmi við þau gögn sem áður hafi legið til kynningar.

3. liður fundargerðar; Hólsvirkjun - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2202001
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

3.

Sveitarstjórnarkosningar 2022: Yfirkjörstjórn - 2202029

 

Frestað til næsta fundar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

   

4.

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses.: Beiðni um ábyrgð - 2202025

 

Fyrir liggur beiðni frá framkvæmdastjóra Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. (LÞ), dags. 21.02.2022 um ábyrgð vegna kaupa á tveimur almennum íbúðum. Óskað er eftir að sveitarfélagið gangist tímabundið í ábyrgð vegna fjármögnunar á kaupum tveggja almennra íbúða í fjölbýlishúsi sem er að rísa við Lautaveg 10 á Laugum. Fyrirliggja tveir kaupsamningar dags. 09.02.2022. Um er að ræða sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttar sem LÞ tekur hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga til þess að inna af hendi áfangaskipta greiðslu kaupverðs.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina og felur sveitarstjóra að skrifa undir fyrirliggjandi sjálfskuldarábyrgð.

 

   

5.

SSNE: Tilnefning fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu - 2202026

 

Lagt fram erindi frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE, dags. 13.02.2022. Óskað er eftir tilnefningu eins sameiginlegs fulltrúa frá Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi í starfshópinn. Tilnefna skal bæði karl og konu, sbr. 2. mgr. 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Jónu Björgu Hlöðversdóttur í starfshópinn fyrir sitt leyti.

 

   

6.

SSNE: Kostnaðarþátttaka í endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - 2202027

 

Lagt fram erindi frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE, dags. 11.02.2022. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 er til endurskoðunar. Áætlunin byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og í 6. gr. segir:
„Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir,“
Óskað er eftir því að Þingeyjarsveit taki þátt í kostnaði að fjárhæð kr. 81.301 án vsk.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í kostnaði við endurskoðunina að fjárhæð kr. 81.301 án vsk. Fjárhæð rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.

 

   

7.

Í átt að hringrásarhagkerfi - 2202028

 

Á síðasta ári gaf þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra út stefnu í úrgangsmálum er ber nafnið Í átt að hringrásarhagkerfi. Markmiðið er að það myndist lokað efnahagslegt kerfi þar sem hráefni fer í endurvinnslu og sem minnst skili sér til endanlegrar förgunar með urðun eða brennslu.

Einnig samþykkti Alþingi breytingar á ýmsum lögum varðandi úrgangsmál til stuðnings innleiðingar hringrásarhagkerfisins sem taka gildi 1. janúar 2023. Breytingarnar munu m.a. hafa áhrif á hirðu úrgangs, skyldu einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlun úrgangs. Að auki mun framleiðendaábyrgð ná yfir fleiri úrgangsflokka og standa að hluta undir þeim kostnaði sem sveitarfélög standa undir í dag.

 

Lagt fram til umræðu.

 

   

8.

Friðlýsing hraunhella í Þeistareykjahrauni - 2112013

 

Starfshópur um friðlýsingu hella í Þeistareykjahrauni hefur farið yfir umsögn og athugasemdir sem bárust eftir kynningartíma áforma um friðlýsinguna. Lögð fram vinnugögn frá starfshópnum um breytta afmörkun svæðisins til samþykktar en Þeistareykjajörðin er í eigu Þingeyjarsveitar.

 

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir og samþykkir breytta afmörkun svæðisins.

 

   

9.

Landsbyggðar hses. - 2202012

 

Tekið fyrir öðru sinni fyrirhuguð stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) fyrir landsbyggðina en sveitarstjórn vísaði erindinu til Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses til frekari skoðunar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Þingeyjarsveit gerist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák.

 

   

10.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerð 34. og 35. fundar SSNE.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

   

11.

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007

 

Fundargerð 6. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

12.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð - 1804023

 

Fundargerð 28. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ bs.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004

 

Fundargerð 87. fundar svæðisráðs norðursvæðis VJÞ.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 14:52.