Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
03.03.2022
315. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Félagsheimilinu Breiðumýri fimmtudaginn 03. mars kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Einar Kristjánsson, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Landsvirkjun: Koldís - 2202024 |
|
Kynning frá Landsvirkjun á verkefninu Koldís sem snýst um aðferðir og áætlanir við samdrátt og losun koldíoxíðs og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð. Axel Valur Birgisson og Bjarni Pálsson frá Landsvirkjun kynntu verkefnið fyrir sveitarstjórn í gegnum fjarfundarbúnað. |
||
Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu á áhugaverðu verkefni. |
||
|
||
2. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 145. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.02.2022. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum. |
||
2. liður fundargerðar; Vegagerðin, ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035 |
||
|
||
3. |
Sveitarstjórnarkosningar 2022: Yfirkjörstjórn - 2202029 |
|
Frestað til næsta fundar. |
||
Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses.: Beiðni um ábyrgð - 2202025 |
|
Fyrir liggur beiðni frá framkvæmdastjóra Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. (LÞ), dags. 21.02.2022 um ábyrgð vegna kaupa á tveimur almennum íbúðum. Óskað er eftir að sveitarfélagið gangist tímabundið í ábyrgð vegna fjármögnunar á kaupum tveggja almennra íbúða í fjölbýlishúsi sem er að rísa við Lautaveg 10 á Laugum. Fyrirliggja tveir kaupsamningar dags. 09.02.2022. Um er að ræða sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttar sem LÞ tekur hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga til þess að inna af hendi áfangaskipta greiðslu kaupverðs. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina og felur sveitarstjóra að skrifa undir fyrirliggjandi sjálfskuldarábyrgð. |
||
|
||
5. |
SSNE: Tilnefning fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu - 2202026 |
|
Lagt fram erindi frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE, dags. 13.02.2022. Óskað er eftir tilnefningu eins sameiginlegs fulltrúa frá Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi í starfshópinn. Tilnefna skal bæði karl og konu, sbr. 2. mgr. 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Jónu Björgu Hlöðversdóttur í starfshópinn fyrir sitt leyti. |
||
|
||
6. |
SSNE: Kostnaðarþátttaka í endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - 2202027 |
|
Lagt fram erindi frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE, dags. 11.02.2022. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 er til endurskoðunar. Áætlunin byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og í 6. gr. segir: |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í kostnaði við endurskoðunina að fjárhæð kr. 81.301 án vsk. Fjárhæð rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022. |
||
|
||
7. |
Í átt að hringrásarhagkerfi - 2202028 |
|
Á síðasta ári gaf þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra út stefnu í úrgangsmálum er ber nafnið Í átt að hringrásarhagkerfi. Markmiðið er að það myndist lokað efnahagslegt kerfi þar sem hráefni fer í endurvinnslu og sem minnst skili sér til endanlegrar förgunar með urðun eða brennslu. |
||
Lagt fram til umræðu. |
||
|
||
8. |
Friðlýsing hraunhella í Þeistareykjahrauni - 2112013 |
|
Starfshópur um friðlýsingu hella í Þeistareykjahrauni hefur farið yfir umsögn og athugasemdir sem bárust eftir kynningartíma áforma um friðlýsinguna. Lögð fram vinnugögn frá starfshópnum um breytta afmörkun svæðisins til samþykktar en Þeistareykjajörðin er í eigu Þingeyjarsveitar. |
||
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir og samþykkir breytta afmörkun svæðisins. |
||
|
||
9. |
Landsbyggðar hses. - 2202012 |
|
Tekið fyrir öðru sinni fyrirhuguð stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) fyrir landsbyggðina en sveitarstjórn vísaði erindinu til Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses til frekari skoðunar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Þingeyjarsveit gerist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák. |
||
|
||
10. |
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerðir - 2002017 |
|
Fundargerð 34. og 35. fundar SSNE. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007 |
|
Fundargerð 6. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð - 1804023 |
|
Fundargerð 28. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ bs. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004 |
|
Fundargerð 87. fundar svæðisráðs norðursvæðis VJÞ. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundi slitið kl. 14:52.