Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
17.03.2022
316. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. mars kl. 13:00
Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Freydís Ingvarsdóttir, Einar Kristjánsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði varaoddviti eftir að bæta tveimur málum á dagskrá, annars vegar undir 7. lið; 1902020 - Framhaldsskólinn á Laugum: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi og hins vegar undir 8. lið; 2203016 - Tónkvísl 2022: Styrkbeiðni. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018 |
|
Lögð fram fundargerð 146. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.02.2022. Jóna Björg gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í níu liðum. |
||
2. liður fundargerðar; Breiðamýri læknishús, stækkun lóðar - 2202017 |
||
2. |
Sveitarstjórnarkosningar 2022: Yfirkjörstjórn - 2202029 |
|
Lögð fram auglýsing innviðaráðuneytis dags. 3. mars 2022 um staðfestingu á sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í eitt sveitarfélag. Auglýsingin mælir fyrir um að sveitarstjórnir sveitarfélaganna kjósi sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar. |
||
Sveitarstjórn kýs til setu í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022: |
||
3. |
N4 ehf.: Samstarf ellefu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra: Kostnaðarskipting - 2201005 |
|
Lagt fram bréf frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE, dags. 24.02.2022 um samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4, ásamt kostnaðarskiptingu í framhaldi af bréfi sem framkvæmdastjóri N4 sendi sveitarfélögum þann 17. desember s.l. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að Þingeyjarsveit taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem lagt er til í bréfi SSNE. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. |
||
4. |
KPMG ehf. - Stjórnsýsluskoðun 2021 - 1901046 |
|
Lögð fram skýrsla frá KPMG um stjórnsýsluskoðun Þingeyjarsveitar 2021. Samhliða vinnu við endurskoðun ársreiknings fyrir árið 2021 hefur verið kannað hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins og einstakar ákvarðanir af hálfu þess séu í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga, sbr. 3. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi skýrslu. |
||
5. |
Lionsumdæmið á Íslandi: Styrkbeiðni - 2202032 |
|
Lagt fram bréf frá Þorkeli Cýrussyni, fjölumdæmastjóra Lions og Sigþóri U. Hallfreðssyni, formanni Blindrafélagsins, dags. 23.02.2022. Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu til fyrsta hluta verkefnisins. |
||
Sveitarstjórn samþykkir styrk að upphæð 50.000 kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022.
|
||
6. |
Ályktun um innrás Rússa í Úkraínu - 2203008 |
|
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu. |
||
Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til þátttöku í samstarfsverkefni um móttöku flóttafólks og felur sveitarstjóra að vinna að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
7. |
Framhaldsskólinn á Laugum - Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1902020 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 10.03.2022 þar sem Andri Hnikarr Jónsson, forsvarsmaður, sækir um tækifærisleyfi vegna Tónkvíslar - Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum í íþróttahúsinu á Laugum í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
8. |
Tónkvísl 2022; Styrkbeiðni - 2203016 |
|
Lagt fram bréf frá nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð 500 þús.kr. vegna Tónkvíslar 2022. |
||
Sveitarstjórn samþykkir styrk til verkefnisins að fjárhæð 500 þús.kr. og samþykkir þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með handbæru fé. |
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð - 1804006 |
|
Fundargerð 907. fundar stjórana Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
10. |
Samráðs- og upplýsingafundur til undirbúnings stefnumótunarvinnu á landsþingi sambandsins í september 2022 - 2203007 |
|
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21.02.2022. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
11. |
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - 2203006 |
|
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 11.02.2022. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 15:51