Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
24.03.2022
317. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 24. mars kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Aðalsteinn M. Þorsteinsson: Áskorun - 2203017 |
|
Fyrir fundinum liggur áskorun til sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, frá Aðalsteini M. Þorsteinssyni dags. 15.03.2022. |
||
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Framkvæmdin í fyrrum húsnæði Litlulaugaskóla er ákvörðun sem sveitarstjórn tók við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og er liður í þróunarverkefni að auka og samþætta heilbrigðis- og félagslega heimaþjónustu í sveitarfélagin. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri stefnumörkun. Varðandi móttöku flóttafólks þá hefur sveitarstjórn nú þegar lýst sig reiðubúna til þátttöku í því samstarfsverkefni. |
||
|
||
2. |
Íbúar við Lautaveg á Laugum: Erindi - 2203012 |
|
Lagt fram erindi til sveitarstjórnar frá íbúum við Lautaveg á Laugum, dags. 11.03.2022 er varðar ónæði af hundum. |
||
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að gera viðkomandi hundaeiganda grein fyrir erindinu og leita lausna. Sveitarstjórn ítrekar að hundaeigendum í sveitarfélaginu ber að fylgja samþykktum um hundahald í Þingeyjarsveit. Samkv. 3. gr. samþykktanna skal hundur ekki ganga laus á almannafæri og skal hundaeigandi gæta þess að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði eða raski ró manna.
|
||
|
||
3. |
Lögbýlisskráning á Sandi 4 - 2203020 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Guðmundi Heiðrekssyni dags. 16. mars s.l. um að sveitarfélagið veiti umsögn til matvælaráðuneytisins, hvort að Sandur 4 uppfylli skilyrði til lögbýlisskráningar. Landeigendur áforma að gera samning við Skógrækt ríkisins um skógrækt að Sandi 4 og er eitt skilyrða fyrir samningsgerð að jörðin sé skráð sem lögbýli í lögbýlaskrá. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Sandur 4 verði að lögbýli og felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins. |
||
|
||
4. |
Breyting á nefndarskipan í Fræðslunefnd - 1806011 |
|
Fyrir liggur breyting á nefndarskipan í Fræðslunefnd vegna flutninga. |
||
Eftirfarandi tillaga lögð fram til afgreiðslu: |
||
|
||
5. |
Tölvur og snjalltæki: Námskeið fyrir eldri borgara - 2203025 |
|
Umræða tekin um námskeið, kennslu á tölvu- og snjalltæki fyrir eldri borgara. Sveitarfélagið sótti um fjárframlag til félagsmálaráðuneytisins vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi eldri borgara. Fjárframlaginu er ætlað að efla enn frekar félagsstarf fullorðinna og rjúfa félagslega einangrun. |
||
Samþykkt að sveitarfélagið standi fyrir tölvu- og snjalltækjanámskeiði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og fjárframlagi til eflingar félagstarfs verði varið til þess. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
6. |
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerðir - 2109007 |
|
Fundargerðir 7. og 8. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. |
||
Lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004 |
|
Fundargerð 88. fundar svæðisráðs norðursvæðis VJÞ. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerð - 2002017 |
|
Fundargerð 36. fundar stjórana SSNE. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundi slitið kl. 14:57