1.
|
Tillaga til þingsályktunar, 418. mál 152 löggjafaþings: Umsögn - 2204006
|
|
Lögð fram sameiginleg umsögn sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál - 152. löggjafaþings:
|
|
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar fagna framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótun og aðgerðaáætlun í heilbrigðisþjónustu við eldra fólk til ársins 2030.
Sveitarstjórnirnar taka sérstaklega undir stefnumiðin sem sett eru fram undir 2. lið, þ.e. um rétta þjónustu á réttum stað. Mjög jákvætt er að sjá verulega aukna áherslu á að heilbrigðisþjónusta sé veitt inni á heimili eldra fólks og að íbúar eigi raunverulegt val um búsetukosti samhliða því að þörf þeirra fyrir stuðning eykst með hækkandi aldri.
Stefnumörkun og aðgerðaráætlun byggir á prýðilegri undirbúningsvinnu og samtali m.a. á grundvelli skýrslu Halldórs S. Guðmundssonar: Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk. Þá haldast stefnumiðin í þingsályktunar¬tillögunni náið í hendur við markmið og aðgerðir í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, um fjarheilbrigðisþjónustu, akstursþjónustu í dreifbýli og landshlutateymi í velferðarþjónustu. Mikilvægur þáttur í þeirri vinnu er skilgreining á grunnþjónustu sem allir landsmenn skuli eiga jafnt aðgengi að. Gert er ráð fyrir að þegar sú skilgreining liggur fyrir verði unnar tillögur um jöfnun kostnaðar við að sækja einstaka þætti þjónustu á vegum ríkisins (aðgerð A.18).
Sameining sveitarfélaga Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit munu sameinast í nýju sveitarfélagi samhliða kosningum þann 14. maí n.k. Ríkur vilji er til þess að nýta tækifæri samhliða sameiningunni til þess að efla og bæta þjónustu við eldri íbúa í nýju sveitarfélagi. Þar er töluverðum áskorunum að mæta sem einkum lúta að því að skipuleggja þjónustu yfir langar vegalengdir og tryggja þjónustustig í dreifðu samfélagi.
Vonir standa til að sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi muni leggja áherslu á þjónustu við eldri íbúa. Farvegur fyrir þá vinnu er m.a. í gegnum stefnu um þjónustustig í byggðarlögum sveitarfélags sem mótuð skal á grundvelli 130. gr. a í sveitarstjórnarlögum. Þessi stefnumótun skal fara fram samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir.
Umrætt ákvæði sveitarstjórnarlaga er nýmæli sem tók gildi á síðast liðnu ári. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi samþykkti er sérstaklega vísað til þess að sveitarstjórnir þurfi að móta skýra stefnu varðandi þjónustustig í viðkvæmari byggðum innan sveitarfélags. Ákvæðið er einkum talið eiga við um víðáttumikil sveitarfélög sem verða til með fækkun sveitarfélaga. Er því mikilvægara en áður að stefna sveitarstjórnar í þessu efni verði skýr og komi til sérstakrar umræðu og er því lögð til sú skylda á sveitarstjórn að gera grein fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra lögmæltra verkefna sem sveitarfélagið mun sinna á viðkomandi svæðum.
Þróunarverkefni um þjónustu við eldra fólk Tillaga er í vinnslu um þróunarverkefni sem unnið verði að á vettvangi sameinaðs sveitarfélags. Vinnan felist í því að búa til ramma um það þjónustustig sem stefnt verði að sbr. hér að ofan.
Gert er ráð fyrir að þróunarverkefni sameinaðs sveitarfélags samanstandi af þremur meginþáttum:
1. Skipulag á samþættri félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er eldra fólki á heimili þess einkum í sveitum.
2. Innleiðing velferðartækni og fjarlausna.
3. Uppbygging akstursþjónustu vegna hæfingar, dagdvalar og félagsstarfs.
Miðað er við að þróunarverkefninu verði stýrt af þverfaglegum hópi. Væntanlegir samstarfsaðilar hafa lýst jákvæðu viðhorfi til þátttöku í slíkum hópi og að styðja þróunarverkefnið með faglegum hætti.
Jafnframt þarf að móta líkan varðandi fjármögnun þjónustu í dreifðum byggðum. Ráðuneyti heilbrigðismála og félagsþjónustu þurfa að koma að þeirri vinnu samhliða innviðaráðuneyti, m.a. vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga út frá því meginhlutverki sjóðsins að jafna fyrir landfræðilegum aðstöðumun sveitarfélaga þegar kemur að því að veita lögboðna þjónustu.
Verði ákveðið að hleypa þróunarverkefninu af stokkunum mun vinnan framundan fyrst og fremst snúa að því að greina samlegðaráhrif og meta hagkvæmar lausnir við að sækja og veita þjónustu. Einsýnt er að óskað verði eftir því að þróunarverkefnið fái stöðu sem aðgerð innan áætlunar sem boðuð er í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn sem skipuð er skv. samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokka fái lýsingu á þróunarverkefninu til umfjöllunar á komandi hausti.
Fulltrúar sveitarstjórnanna eru reiðubúnir til þess að taka þátt í frekari umræðu um málið á vettvangi velferðarnefndar Alþingis verði eftir því óskað.
|
|
|
|
2.
|
Fornleifaskráning á Flateyjardal og í Náttfaravíkum - 2101013
|
|
Fyrir liggur erindi frá Kristborgu Þórsdóttur f.h. Fornleifastofnunar Íslands, dags. 25.03.2022 þar sem fram kemur að skráningarverkefni á Flateyjardal og í Náttfaravíkum hlaut hæsta styrk úr Fornminjasjóði, kr. 4 millj.kr. Um er að ræða tveggja ára verkefni þar sem sótt var um í sjóðinn með mögulegu mótframlagi sveitarfélagsins að upphæð 2 m.kr.
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 9.12.2021 að veita styrk til verkefnisins með þeim fyrirvara að styrkur fengist úr Fornminjasjóði.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð 1 millj.kr. vegna ársins 2022 og samþykkir þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verði með handbæru fé. Sveitarstjóra falið að undirrita samning við Fornleifastofnun Ísland um verkefnið.
|
|
|
|
3.
|
Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar: Aðalfundarboð 2022 - 1902025
|
|
Lagt fram fundarboð aðalfundar Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindalækjar sem haldinn verður í Dalakofanum mánudaginn 11. apríl n.k.
|
|
Samþykkt samhljóða að Árni Pétur Hilmarsson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
|
|
|
|
4.
|
Lækjarhvammur, landskipti - 2204004
|
|
Tekið fyrir erindi dags. 4. apríl 2022 frá Böðvari Baldurssyni þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Lækjarhvammur 1 út úr jörðinni Lækjarhvammur. Fylgigögn með umsókninni er F550 eyðublað frá Þjóðskrá Íslands, umsóknareyðublað til sveitarfélagsins, hnitsettur uppdráttur sem og samþykki nágranna um landamerki Lækjarhvamms 1 og Fornhaga. Erindið óskast tekið fyrir, en unnið verði úr gögnum þegar eigendaskipti hafa átt sér stað.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. fyrirliggjandi gögnum með þeim fyrirvara að lóðin verði ekki stofnuð fyrr en eigendaskipti hafa átt sér stað á jörðinni. Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að annars málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Byggingarfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið.
|
|
|
|
5.
|
Breiðamýri félagsheimili - lóð - 2101022
|
|
Lagt fram erindi frá Friðgeiri Sigtryggssyni, dags. 4.04.2022 þar sem óskað er eftir því að gengið verði frá lóðasamningi við hann vegna Félagsheimilisins Breiðamýri.
|
|
Oddvita falið að ganga frá lóðasamningi í samráði við lögmann sveitarfélagsins þar sem nú liggja fyrir þinglýstar heimildir um eignarhald lóðarinnar. Einar tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.
|
|
|
|
6.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018
|
|
Lögð fram fundargerð 147. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 31.03.2022. Jóna Björg gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í átta liðum.
|
|
2. liður fundargerðar; Skógar í Fnjóskadal, beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 ? 2022 vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. liður fundargerðar; Stekkjarbyggð 20, breyting á deiliskipulagi - 2203023 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um deiliskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. sömu greinar og að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna frávik frá ákvæðum deiliskipulags Stekkjarbyggðar í Fnjóskadal um mænisstefnu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir.
4. liður fundargerðar; Lautir land, lóðastofnun - 2202022 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að lóð utan um vélaskemmu við Lautir land verði samþykkt og byggingarfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar.
5. liður fundargerðar; Sameining lóða, Hvannavellir inn í Stafn 1 - 2203026 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir sameiningu lóðarinnar Hvannavellir inn í jörðina Stafn 1 og felur byggingarfulltrúa að sjá um málsmeðferð vegna sameiningarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
6. liður fundargerðar; Lagfæring á Flateyjardalsvegi - 2203028 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um að framkvæmdin sé í samræmi við ákvæði hverfisverndar í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og felur skipulagsfulltrúa að veita heimild til framkvæmda án útgáfu framkvæmdaleyfis.
7. liður fundargerðar; Tækjahús við Illugastaðarétt, lóðastofnun og bæting farsímasambands - 2203031 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur byggingarfulltrúa að sjá um stofnun lóðarinnar. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna uppsetning tréstaurs við tækjahús Mílu.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
|
|
|
|
7.
|
Fræðslunefnd: Fundargerð - 1804052
|
|
Lögð fram fundargerðir 90. fundar Fræðslunefndar frá 31.03.2022. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.
|
|
1. liður fundargerðar; Bréf frá nemendum Stórutjarnaskóla, beiðni um ný leiktæki – 2201021
Sveitarstjórn samþykkir að keyptur verði ærslabelgur sem settur verði upp á lóð skólans og samþykkir 2,5 millj.kr. sem viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til verksins sem mætt verði með handbæru fé.
4. liður fundargerðar; Önnur mál. Sveitarstjórn tekur undir með Fræðslunefnd að huga þurfi að framtíðarhúsnæði fyrir Leikskólann Tjarnaskjól.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
|
|
|
|
8.
|
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 - 2202029
|
|
Lagt fram bréf frá Svavari Pálssyni, sýslumanni, dags. 05.04.2022 er varðar utankjörfundaratkvæðagreiðslu og breytingu á kosningalögum nr. 112/2021. Vakin er athygli á 69. gr. fyrrgreindra laga en þar er framkvæmdinni svo lýst:
„Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [?] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu.“
Þar með er ósk sveitarstjórnar nú forsenda skipunar kjörstjóra sýslumanns og bendir sýslumáður á að ef standi vilji sveitarstjórna til áframhaldandi samstarfs óskar hann staðfestingar á því, svo fljótt sem verða má.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við sýslumann að skipa kjörstjóra til að sinna utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga og að kjörstaður vegna hennar verði á skrifstofu Þingeyjarsveitar eins og verið hefur.
|
|
|
|
9.
|
Ársþing SSNE 2022 - 1806011
|
|
Ársþing SSNE 2022 verður haldið 8. og 9. apríl n.k. á Húsavík.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari sem þingfulltrúi í stað oddvita á ársþing SSNE 2022.
|
|
|
|
10.
|
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026
|
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
|
|
|
|
11.
|
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006
|
|
Fundargerð 908. fundar stjórana Sambands íslenskra sveitarfélaga.
|
|
Lögð fram til kynningar.
|
|
|
|