Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
28.04.2022
319. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 28. apríl kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Freydís Anna Ingvarsdóttirog Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2021: Fyrri umræða - 2204022 |
|
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til fyrri umræðu. Þorstein Þorsteinsson frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sat skrifstofustjóri fundinn undir þessum lið. |
||
Ársreikningur 2021 kemur mun betur út en áætlun gerði ráð fyrir eða 83,2 m.kr. hagstæðari en áætlað var. Það skýrist fyrst og fremst af hærri tekjum og aðhaldi í rekstri. Meðvitað voru tekjur varlega áætlaðar fyrir árið 2021 vegna óvissu um hvað Covid faraldurinn gæti haft mikil áhrif en á sama tíma var stefnan að halda þjónustu óbreyttri, líkt og skólastarfsemi og helstu framkvæmdum gangandi. Launakostnaður í fræðslumálum fór þar af leiðandi fram úr áætlun en á móti var annar rekstrarkostnaður undir áætlun og þar með voru heildarútgjöld 2021 innan áætlunar. Áskoranir hafa verið margar síðast liðið ár og því afar ánægjulegt að ná þessum árangri. Það að lækka rekstrartapið svo um munar léttir rekstur sameinaðs sveitarfélags og eykur tækifæri til sóknar. |
||
|
||
2. |
Aurskriður í Útkinn - 2110014 |
|
Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu, dags. 25.04.2022 um fjárveitingu vegna skriðufalla í Útkinn í október 2021. |
||
Sveitarstjórn þakkar ríkisstjórninni fyrir framlag til uppbyggingar vegna skriðufallanna í Útkinn. Styrkurinn skiptir miklu máli fyrir ábúendur á svæðinu og fyrir það gríðarstóra verkefni sem framundan er.
|
||
|
||
3. |
Sveitarstjórnarkosningar 2022: Kjörstjórnir - 2202029 |
|
Vegna vanhæfis fulltrúa í kjörstjórnum kýs sveitarstjórn að nýju eftirfarandi fulltrúa til setu í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022: |
||
Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
Viðauki við fjárhagsáætlun 2022: Slökkvistöðin á Laugum - 2202008 |
|
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á slökkvistöðinni við Kvíhólsmýri á Laugum. Um er að ræða endurbætur á stiga og búningsaðstöðu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í framkvæmdina á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar en frestar gerð viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
||
5. |
Fjölmenningarfulltrúi: Samningur við Norðurþing - 2204005 |
|
Lagt fram bréf frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra í Norðurþingi, dags. 1.04.2022 þar sem hann tilkynnir breyttar forsendur á samningi milli sveitarfélaganna um fjölmenningarfulltrúa. |
||
Þar sem forsendur samningsins eru það mikið breyttar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að slíta samningnum. Sveitarstjórn leggur til við sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags að ráðinn verði menningarfulltrúi sem fari með menningarmál í sameinuðu sveitarfélagi þar með talið málefni fjölmenninga, móttöku nýrra íbúa og móttöku flóttafólks. |
||
|
||
6. |
Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052 |
|
Lögð fram fundargerðir 91. fundar Fræðslunefndar frá 25.04.2022. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum. |
||
Varðandi 4. lið fundargerðar samþykkir sveitarstjórn ósk skólastjóra til áramóta um að halda starfsmannafund einu sinni í mánuði og að leikskólinn loki þá daga kl. 15:00. |
||
|
||
7. |
Skotfélag Húsavíkur: Styrkbeiðni - 2204025 |
|
Tekin fyrir beiðni Skotfélags Húsavíkur, dags. 10.04.2022, um styrk til áframhaldandi uppbyggingar á svæði félagsins. Styrkbeiðnin hljóðar uppá samning að upphæð 300.000 krónur árlega í þrjú ár. |
||
Sveitarstjórn þakkar erindið og það metnaðarfulla starf sem unnið hefur verið á vettvangi félagsins. Í ljósi fyrirhugaðrar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps sem tekur gildi þann 29. maí n.k. er því beint til Skotfélagsins að senda beiðni að kosningum loknum á sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags. |
||
|
||
8. |
Urður, tengslanet kvenna: Styrkbeiðni - 2204026 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Urði, tengslaneti kvenna í Þingeyjarsýslum, dags. 25.04.2022, um styrk að fjárhæð 60.000 kr. vegna heimsóknar í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða styrkbeiðnina sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022. |
||
|
||
9. |
Einarsstaðir farmhouse: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2204023 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 12.04.2022 þar sem Olga Marta Einarsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, á Einarsstöðum 3 í Reykjadal í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
|
||
10. |
Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Aðalfundarboð 2022 - 2204018 |
|
Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga sem haldinn verður mánudaginn 2. maí á Fosshótel Húsavík. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
|
||
11. |
Norðurorka hf.: Aðalfundarboð 2022 - 1903008 |
|
Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf. sem haldinn var fimmtudaginn 31. mars s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 27.04.2021 þar sem samþykkt var að Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum. |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna. |
||
|
||
12. |
Friðlýsing hraunhella í Þeistareykjahrauni: Skilmálar í kynningu - 2112013 |
|
Fyrir fundinum liggur auglýsing um friðlýsingu hellasvæða í Þeistareykjahrauni sem nú er í kynningu. Umhverfis- orku og loftlagsráðherra hefur, að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnun Íslands og með samþykki Þingeyjarsveitar, sem einnig er landeigandi, ákveðið að friðlýsa hraunhella í Þeistareykjahrauni sem náttúruvætti í samræmi við 48. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. |
||
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi skilmála og leggur áherslu á að hefðbundnar nytjar verði óbreyttar frá því sem nú er. |
||
|
||
13. |
Umhverfisstofnun: Samstarf og samráð - 2204024 |
|
Fyrir fundinum liggja drög að samráðsáætlun um samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Skútustaðahrepps. Áætlunin er í vinnslu en byggir á eftirfarandi markmiðum: |
||
Sveitarstjórn leggur til við sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags að fyrirliggjandi samstarfsáætlun verði útfærð fyrir nýtt sveitarfélag. |
||
|
||
14. |
Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004 |
|
Fundargerð 89. fundar svæðisráðs norðursvæðis VJÞ. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð - 1804023 |
|
Fundargerð 28. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ bs. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
16. |
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007 |
|
Fundargerð 9. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveita. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
Markaðsstofa Norðurlands: Flugklasinn Air 66N - 1804011 |
|
Starf Flugklasans Air 66N, 27. okt. 2021 - 8. apríl 2022. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
18. |
Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs: Verkefnalýsing á gerð viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun ? Herðubreið og austurafrétt Bárðdæla - 2106035 |
|
Vinna er hafin við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir þau svæði sem bæst hafa við á hálendi norðursvæðis undanfarin ár. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundi slitið kl. 15:40.