1.
|
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2021: Seinni umræða - 2204022
|
|
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til síðari umræðu.
|
|
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2021 samþykktur samhljóða og undirritaður. Ábyrgðarskuldbindingayfirlit staðfest og undirritað. Ársreikningurinn verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.
|
|
|
|
2.
|
Sveitarstjórnarkosningar 2022 - 2202029
|
|
Sveitarstjórnarkosningar 2022 fara fram laugardaginn 14. maí og kjörskrá liggur fyrir. Í Þingeyjarsveit eru 677 aðilar á kjörskrá og kjörstaður er í Ljósvetningabúð. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00.
Kjörskrá er gerð samkvæmt 1. mgr. 27. gr. kosningarlaga og eiga allir þeir kosningarétt til sveitarstjórna sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
Íbúar sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 38 dögum fyrir kjördag, 14. maí 2022:
Íslenskir ríkisborgarar Eru 18 ára þegar kosning fer fram Norrænir ríkisborgarar óháð búsetutíma á Íslandi fá strax kosningarétt Aðrir erlendir ríkisborgarar með 3 ára samfellda búsetu (lögheimili) á Íslandi
Samkvæmt 119. gr. kosningalaganna „Tilkynning til nýrra sveitarstjórnarfulltrúa“ skal yfirkjörstjórn tilkynna hinum kjörnu aðalfulltrúum og varamönnum um úrslit kosninganna og að þeir hafi hlotið kosningu til setu í sveitarstjórn. Jafnframt skal yfirkjörstjórn senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninganna.
Þá er ekki lengur gerð krafa um að kjörskrá sé lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
|
|
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
3.
|
Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerð - 1804034
|
|
Lögð fram fundargerð 69. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 29.04.2022. Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
|
|
|
|
4.
|
Fræðslunefnd: Fundargerð - 1804052
|
|
Lögð fram fundargerð 92. fundar Fræðslunefndar frá 3.05.2022. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
|
|
|
|
5.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018
|
|
Lögð fram fundargerð 148. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 5.05.2022. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.
|
|
1. liður fundargerðar; Skógar í Fnjóskadal, beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012 Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 að teknu tilliti til þeirra umsagna sem bárust við skipulags- og matslýsingu.
2. liður fundargerðar; Vegagerðin, umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu - Arnstapanáma - 2204028 Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.´ Ásvaldur tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
|
|
|
|
6.
|
Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018
|
|
Lögð fram fundargerð 35. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 28.04.2022. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti.
|
|
|
|
7.
|
Aðalfundarboð Mývatnsstofu 2022 - 2205003
|
|
Lagt fram aðalfundarboð Mývatnsstofu, sem haldinn var miðvikudaginn 4. maí s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 3.05. 2021 þar sem samþykkt var að Sigríður Hlynur Helgu Snæbjörnsson færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
|
|
|
|
8.
|
Aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár 2022 - 1811047
|
|
Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár sem haldinn var miðvikudaginn 11. maí s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 10.05.2021 þar sem samþykkt var að Margrét Bjarnadóttir færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.
|
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
|
|
|
|
9.
|
Móar: Umsókn um byggingarleyfi - 2204027
|
|
Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Móum í Fnjóskadal, dags. 1.05. 2022 frá Sigríði Árdal. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar á áformunum. Skipulags- og umhverfisnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform að Móum fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um á fundi sínum 5. maí s.l. Svör sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytinga á áformunum
|
|
Sveitarstjórn samþykkir umsókn um byggingarleyfi að Móum og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafi borist.
Margrét vék af fundi vegna vanhæfis.
|
|
|
|
10.
|
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026
|
|
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
|
|
Samtaka um hringrásarhagkerfið Samráðsfundur var haldinn um hringrásarhagkerfið þann 5. maí s.l. sem kallar á endurskipulagningu sorphirðu og innheimtu gjalds hjá sveitarfélögum. Markmiðið er að mynda lokað efnahagslegt kerfi þar sem hráefni fer í endurvinnslu og sem minnst skili sér til endanlegrar förgunar með urðun eða brennslu. Þessi endurskipulagning kemur til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Verkefnaráð Hólasandslínu 3 Síðasti formlegi fundurinn var haldinn í verkefnaráði Hólasandslínu 3, þann 27. apríl sl. en verkefnaráðið hefur komið saman eftir þörfum á undirbúnings- og framkvæmdatíma. Á fundinum var farið yfir stöðu framkvæmdarinnar en vinna við loftlínu hefur legið að mestu niðri vegna aðstæðna í vetur en stefnt er að hún hefjist af fullum krafti með vorinu. Slóðagerð er nánast lokið og um 90% undirstaðna. Búið að reisa um 75% mastra og strengja um 30% leiðarinnar.
Bílaplan við Þingeyjarskóla Samþykkt tilboð liggur fyrir í malbikun og jarðvinnu bílaplans við Þingeyjarskóla en þetta eru allt að 1.900 m2. Eftir stendur rafmagn, ljósastaurar, skurðgröftur o.fl. Gert er ráð fyrir hleðslustöðvum en þær eru ekki á áætlun þessa árs.
Seigla/Stjórnsýsluhús Búið er að ráða byggingarstjóra yfir framkvæmdinni í Seiglu þar sem stjórnsýsla sveitarfélagsins mun vera með aðsetur. Framkvæmdir hefjast í sumar þar sem farið verður í jarðvegsvinnu og byggingu lyftustokks utan húss. Stefnt er að framkvæmdum innan dyra í vetur. Enduruppbygging í Útkinn Verið er að ganga frá ráðningu verkefnisstjóra vegna enduruppbyggingar í Útkinn sem ætti að geta hafið störf á allra næstu dögum. Verkefnastjóra er ætlað að halda utan um framkvæmdina í samráði við ábúendur, gera verkáætlun, greinargerðir og hafa milligöngu við verktaka og stofnanir ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkt á fundi sínum þann 22. apríl s.l. allt að 160 m.kr. framlag úr almennum varasjóði fjárlaga til að mæta kostnaði af völdum skriðufallanna.
Endurfjármögnun Vaðlaheiðarganga Vinna við endurfjármögnun Vaðlaheiðarganga stendur yfir og búist er við að skjalagerð vegna hennar verði kláruð á næstu vikum.
50 ára afmæli Stórutjarnaskóla Í tilefni af 50 ára afmæli Stórutjarnaskóla buðu starfsfólk og nemendur skólans til afmælishátíðar í skólanum þann 10. maí s.l. þar sem margt var um manninn og fjölbreytt dagskrá. Bygging Stórutjarnaskóla hófst árið 1969 og voru það fjögur sveitarfélög sem stóðu að byggingunni, Ljósavatns-, Háls-, Bárðdæla- og Grýtubakkahreppur. Kennsla hófst haustið 1971 í heimavistarálmunni en kennsluálman var tekin í notkun árið 1973 og tengiálman í áföngum frá 1976 til 1978.
Að lokum Komið er að lokum kjörtímabilsins og síðasta fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, fundur nr. 320 en fyrsti fundurinn sem ég sat var nr. 99. Í tvö og hálft kjörtímabil eða tíu ár hef ég gegnt starfi sveitarstjóra Þingeyjarsveitar sem hefur verið afar lærdómsríkt, krefjandi, skemmtilegt, stundum erfitt en aldrei leiðinlegt. Starfið hefur verið ótrúlega fjölbreytt og verkefnin mörg, oft á tíðum aðeins of mörg og atið full mikið en samt svo ótrúlega skemmtilegt. Þakklæti er mér efst í huga, hljómar kannski eins og klisja en það er bara þannig, ég er þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að starfa fyrir sveitarfélagið mitt sem hefur gefið mér svo margt og ég vona að ég hafi líka gefið til baka. Hef átt afar gott samstarf með fulltrúum allra sveitarstjórnanna í gegnum tíðina og þakka fyrir það. Oddvita þakka ég sérstaklega fyrir frábært samstarf en við höfum starfað þétt saman öll árin. Einnig hef ég kynnst fjölmörgum á vettvangi sveitarstjórnarmála og átt ánægjulegt samstarf. Þá má ég til með að nefna samstarfsfólk mitt á skrifstofunni og þann frábæra vinnustað. Að vakna á morgnana og hlakka alltaf til að mæta til vinnu er ekki sjálf gefið en þannig hefur mér liðið öll þessi ár og starfsfólkið á sinn þátt í því. TAKK þið eruð öll frábær. Það er ljóst að breytingar eru framundan, eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn kemur verður til nýtt sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og ég mun láta af störfum sem sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, sátt og reynslunni ríkari. Ég hef fulla trú á að sameinað sveitarfélag eigi bjarta framtíð fyrir sér með fullt af tækifærum sem hægt verður að nýta íbúum og samfélaginu til heilla, vinnum öllum saman að því.
Takk fyrir mig.
|
|
|
|
11.
|
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð - 1804006
|
|
Fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
|
|
Lögð fram til kynningar. Varðandi 12. lið fundargerðar; Tilnefning í samráðsnefnd um fiskeldi, vill sveitarstjórn ítreka bókun sína frá 26.09.2019 svohljóðandi:
Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins. Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt. Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.
|
|
|
|
12.
|
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerð - 2002017
|
|
Fundargerð 37. fundar stjórnar SSNE.
|
|
Lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
13.
|
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð - 1804023
|
|
Fundargerð 15. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga.
|
|
Lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
14.
|
Brák hses: Fundargerðir - 2205009
|
|
Fundargerðir 1., 2. og 3. fundar stjórnar Brákar hses.
|
|
Lagðar fram til kynningar.
|
|
|
|