Fundargerð
Umhverfisnefnd 2022-2026
01.09.2022
1. fundur
Umhverfisnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. september kl. 14:00
Anna Bragadóttir
Arnheiður Rán Almarsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Rúnar Ísleifsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi
Atli Steinn Sveinbjörnsson skipulagsfulltrúi
Alfreð Steinmar Hjaltason verkefnastjóri framkvæmda.
Dagskrá:
Á 2. fundi sveitarstjórnar dags 15. júní var bókað að Anna Bragadóttir yrði formaður umhverfisnefndar. Skv. 2.gr. draga að erindisbréfi er nefndinni falið að kjósa sér varaformann á fyrsta fundi nefndarinnar.
Anna Bragadóttir, formaður, leggur til að Arnheiður Rán Almarsdóttir verði varaformaður nefndar.
Tillagan samþykkt einróma.
Drög að erindisbréfi lagt fram og umræða um hlutverk nefndarinnar. Í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins er hlutverk nefndarinnar skilgreint þannig: „Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fjallar um umhverfis- og hreinlætismál í sveitarfélaginu. Nefndin fer með verkefni sem varða verksvið sveitarfélagsins samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og skv. samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002 sem og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem kunna að varða störf nefndarinnar hverju sinni.“
Erindisbréf umhverfisnefndar lagt fram. Starfsmanni nefndarinnar er falið að koma athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum til sveitarstjórnar.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að fá bréfið aftur til yfirferðar frá sveitarstjórn þegar tekið hefur verið tillit athugasemda.
Drög að loftslagsstefnu Skútustaðahrepps lögð fyrir nefndina. Skv. lögum nr. 70/2012 eiga sveitarfélög að hafa loftlagsstefnu.
Skipulagsfulltrúi kynnti loftlagsstefnu Skútustaðahrepps sem að unnin var á árunum 2020-2021 fyrir nefndinni.
Sveitarstjóra falið að leita tilboða í uppfærslu á útreikningum á losun fyrir loftlagsstefnu sameinaðs sveitarfélags sbr. skýrslu Skútustaðahrepps.
Tekið til umræðu sorphirða í sameinuðu sveitarfélagi. Frá og með 1. janúar 2023 verður óheimilt að urða lífrænan úrgang. Á sama tíma kemur til framkvæmda breyting á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sem felur í sér að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa það að gera skýrslu um hvernig Bokashi verkefnið í Mývatnssveit hefur gengið. Enn fremur er honum úthlutað að gera yfirlit um álitlegar lausnir sem til eru um nýtingu lífræns úrgangs.
Frestað til næsta fundar þar sem umhverfisfulltrúi komst ekki á fund vegna annarra verkefna.
Farið yfir umhverfisstefnu Skútustaðahrepps 2019-2022 og Þingeyjarsveitar 2021-2031.
Byggingarfulltrúi kynnti umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar sem að unnin var á árunum 2020-2021 fyrir nefndinni.
Umhverfisstefna gömlu Þingeyjarsveitar skal vera uppfærð og samræmd fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Umhverfisnefnd mun gera þá vinnu saman á vinnufundi. Í framhaldi verður unnin aðgerðaáætlun.
Fundi slitið kl. 16:00.