Fundargerð
Umhverfisnefnd 2022-2026
22.03.2024
15. fundur
Umhverfisnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri föstudaginn 22. mars kl. 15:00
Árni Pétur Hilmarsson
Sigrún Jónsdóttir
Rúnar Ísleifsson
Arnheiður Rán Almarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Garðar Finnsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Ingimar Ingimarsson
Dagskrá:
3. |
Stjórnsýslulundur - Kolefnisjöfnun skrifstofu og áhaldahúss Þingeyjarsveitar - 2403025 |
|
Skrifstofa og áhaldahús Þingeyjarsveitar óska eftir að fá að kolefnisjafna starfsemi sína. |
||
Nefndin fagnar verkefninu og beinir því til teymisstjóra Grænna skrefa að afla sér góðra upplýsinga um hvaða plöntur og staðsetning henta verkefninu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
1. |
Stuðningskerfi í skógrækt og landgræðslu - endurskoðun - 2402066 |
|
Matvælaráðuneytið óskar eftir ábendingum vegna vinnu við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt. |
||
Nefndin leggur áherslu á að í endurskoðun á stuðningskerfum í skógrækt og landgræðslu verði horft til þess að slík breyting auki heildarfjármagn til málaflokksins. Breytingin verði til einföldunar, hún auki sveigjanleika og horft verði til landstærðar sveitarfélaga við úthlutanir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Vonarskarð - framtíðarskipulag náttúruverndar og innviða innan landslagsheildarinnar í Vonarskarði - 2402073 |
|
Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskar eftir svörum, með rökstuðningi, við fimm tölusettum spurningum um framtíðarskipulag náttúruverndar og innviða innan landslagsheildarinnar í Vonarskarði. |
||
Nefndin hefur ákveðið að láta spurningarnar fylgja svörum nefndarinnar. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.