16. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

12.06.2024

16. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn á Teams miðvikudaginn 12. júní kl. 10:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson
Sigrún Jónsdóttir
Rúnar Ísleifsson
Garðar Finnsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir

Starfsmenn

Ingimar Ingimarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson
Dagskrá:
 
1. Ágengar plöntur - starfshópur - 2304039
Sviðsstjóri umhverfis-og framkvæmdasviðs kynnti skipan í starfshóp um ágengar plöntur.
Í starfshópnum sitja: Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis-og framkvæmdasviðs formaður, Jóna Björg Hlöðversdóttir frá sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, Hjördís Finnbogadóttir frá Fjöreggi, Dagbjört Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun og Sigríður Þorvaldsdóttir frá Landi og skógum.
 
Umhverfisnefnd fagnar því að hópurinn skuli vera skipaður og hvetur starfshópinn til að hefja þessa vinnu hið fyrsta. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að aðgerðir gegn ágengum plöntum hefjist ekki seinna en í sumar.
Samþykkt
 
2. Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar - 2206055
Sviðsstjóri fór yfir næstu skref við vinnu á loftslagsstefnu Þingeyjarsveitar.
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis-og framkvæmdasviðs að undirbúa vinnu við loftslagsstefnuna. Umhverfisnefnd mun hefja vinnu við stefnuna á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt
 
3. Vatnsgæði Laxár og Mývatns - 2406025
Síðastliðið sumar stóð Veiðifélag Laxár og Krákár fyrir mælingum á vatnsgæðum á vatnasviði Laxár. Vísbendingar eru um að vatnsgæðin í ánni séu ekki góð það sama á við um Reykjadalsánna.
Umhverfisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum yfir vatnsgæðum Laxár og Mývatns. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að leita leiða, í samvinnu við Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn og aðra hagsmunaaðila, til að gerð verði ýtarleg rannsókn á vatnsgæðum Laxár og Mývatns svo hægt verði að bregðast við.
Samþykkt
 
 
 
Fundi slitið kl. 11:20.
 
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.