20. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

10.10.2024

20. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 10. október kl. 15:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson
Rúnar Ísleifsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Garðar Finnsson

Starfsmenn

Ingimar Ingimarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dagskrá:
 
1. Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar - 2206055
Til fundarins mætti Sigurborg Óska Haraldsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE og fór yfir hvað væri mikilvægt að huga að varðandi gerð loftslagsstefnu sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar Sigurborgu Ósk fyrir góða kynningu. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélagið hefji vinnu við gerð loftslagsstefnu og fagnar fyrirhugaðri ráðningu verkefnastjóra sem stutt getur sveitarfélagið við gerð hennar. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að hefja vinnu við undirbúning verkefnisins og bendir á að mögulega þurfi að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð og aðgang að loftslagsbókhaldskerfi við verkefnið með tilheyrandi kostnaði.
Samþykkt
 
2. Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit - 2401041
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir niðurstöðu tilraunar með moltugerðartæki.
Nefndin þakkar yfirferðina og felur sviðsstjóra að undirbúa aukafund nefndarinnar næstkomandi þriðjudag vegna málsins. Til að undirbúa íbúafundi til samráðs um verkefnið.
Samþykkt
 
Fundi slitið kl. 16:30.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.