21. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

28.11.2024

21. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Þingey fimmtudaginn 28. nóvember kl. 16:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson

Sigrún Jónsdóttir

Rúnar Ísleifsson

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir

Garðar Finnsson 

Starfsmenn

Ingimar Ingimarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Dagskrá:

 

1.

Umhverfisviðurkenningar 2024 - 2411030

 

Nefndin fór yfir verklag fyrir umhverfisviðurkenningar árið 2024

 

Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna fyrir árið 2024. Tillögufrestur verði til 20. desember og auglýst verði á vef sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum.

 

Samþykkt

 

   

2.

Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit - 2401041

 

Farið yfir fundi með íbúum sveitarfélagsins 11.-13. nóvember um meðhöndlun lífræns úrgangs.

 

Nefndin þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á íbúafundi nefndarinnar og þakkar allar þær góðu umræður sem þar áttu sér stað.

Út frá umræðum og niðurstöðum íbúafunda leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarfélagið fari í þróunarverkefni varðandi lífrænan úrgang. Verkefnið feli í sér heimajarðgerð s.s. jarðgerðarvél, moltutunnur, bokasi eða aðrar viðurkenndar leiðir heimagerðar í stað þess að lífrænn úrgangur verði sóttur á hvert heimili. Miðlægir söfnunargámar fyrir lífrænt sorp verði komið fyrir á ákveðnum stöðum í sveitarfélaginu. Markmið umhverfisnefndar með verkefninu er að bæði verði umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Á þessum grunni verði farið í útboð á sorphirðu á nýju ári. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag í sorphirðu verði tekið upp sumarið 2025. Sent verði kynningarefni inn á hvert heimili í sveitarfélaginu.

Nefndin felur formanni nefndarinnar og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að útbúa tillögu til að leggja fyrir sveitarstjórn 12. desember 2024 byggða á þessari samþykkt og umræðum á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 17:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.