Fundargerð
Umhverfisnefnd 2022-2026
06.10.2022
2.fundur
Umhverfisnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 06. október kl. 14:00
Anna Bragadóttir,
Rúnar Ísleifsson og
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Alfreð Steinmar Hjaltason, verkefnastjóri framkvæmda
1. |
Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053 |
|
Lögð er fram umhverfisstefna Þingeyjarsveitar, en hún hefur verið uppfærð af nefndinni á vinnufundum. |
||
Frestað til næsta fundar. |
||
Frestað |
||
|
||
2. |
Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar - 2210002 |
|
Umhverfisnefnd leggur til nýjar verklagsreglur um umhverfisverðlaun í sameinuðu sveitarfélagi. |
||
Frestað til næsta fundar. |
||
Frestað |
||
|
||
3. |
SSNE - Kynning á þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi - 2206043 |
|
Á 4. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að taka þátt í samstarfsverkefni SSNE um samræmd eða sameiginleg a) samþykkt um meðhöndlun úrgangs, b) samræmt útlit, uppsetning og einingar gjaldskráa sem standast kröfur "borgað þegar hent er" og c) samræmd útboðsgögn fyrir sorphirðuþjónustu þannig að gögn byggi á sömu verklýsingum og ákvæðum þar sem það á við. Verkefnið getur síðan leitt til frekara samstarfs einstakra sveitarfélaga ef þau kjósa svo. |
||
Smári Jónas Lúðvíksson frá SSNE mætti á fundinn og Stefán Gíslason frá Environice var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Farið var yfir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og drög að mögulegri stefnu, markmiðum og aðgerðum. |
||
Lagt fram |
||
|
||
4. |
Umhverfisfulltrúi - 2011001 |
|
Á fundinn kom umhverfisfulltrúi Þingeyjarsveitar Daði Lange og fór yfir málefni á sínu starfssviði. |
||
Daði Lange, umhverfisfulltrúi, kom inn á fundinn undir þessum lið.
Umhverfisnefnd þakkar Daða Lange fyrir kynninguna. |