Fundargerð
Umhverfisnefnd 2022-2026
01.12.2022
4. fundur
Umhverfisnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. desember kl. 14:00
Anna Bragadóttir, Sigurður Böðvarsson, Rúnar Ísleifsson, Árni Pétur Hilmarsson og Garðar Finnsson.
Magnús Már Þorvaldsson
Fundargerð
Fundur umhverfisnefndar haldinn í Kjarna,
fimmtudaginn 1. desember 2022, kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Dagskrá:
1. |
Lausnir varðandi bann við urðun lífræns úrgangs - 2211003 |
|
Kynning Pure North. Pure North Recycling er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu auk þess sem fyrirtækið býr yfir reynslu og þekkingu í umhverfismálum - einkum og sér í lagi viðfangsefni tengt úrgangsmálum og hringrásarhagkerfinu. Kynningu f.h. fyrirtækisins annast Börkur Smári Kristinsson umhverfisverkfræðingur. |
||
Umhverfisnefnd þakkar Berki Smára Kristinssyni fyrir kynninguna. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samningsbundinn þjónustuaðili úrgangs í sveitarfélaginu, Terra, verði falið að laga flokkunarkerfið að breyttum lögum um meðhöndlun úrgangs. Áfram verður unnið að staðbundnum lausnum er varðar lífrænan úrgang til að hann nýtist í hringrásarhagkerfi innan sveitarfélagsins. Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
2. |
Hringrásarhagkerfið - Drög að samþykkt um úrgangsstjórnun og gjaldskrá - 2211017 |
|
Lögð fram drög að svæðisáætlun fyrir Norðurland ásamt tillögum að sorphirðusamþykkt og gjaldskrá. Drögin og tillögurnar eru afurða samstarfs sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. |
||
Umhverfisnefnd hefur engar athugasemdir á þessu stigi. Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
3. |
Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053 |
|
Lögð er fram umhverfisstefna Þingeyjarsveitar sem hefur verið uppfærð af umhverfisnefnd. Aðgerðaráætlun stefnunnar er til endurskoðunar. |
||
Aðgerðaráætlun fyrrum Skútustaðahrepps lögð fram til kynningar. Aðgerðaráætlun umhverfisstefnu verður endurskoðuð í framhaldi af staðfestingu umhverfisstefnu í sveitarstjórn. Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
4. |
Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar - 2210002 |
|
Umhverfisverðlaunum Þingeyjarsveitar er ætlað að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd. Til umræðu útfærsla á vali handhafa verðlauna. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að reglur um umhverfisviðurkenningu Þingeyjarsveitar verði samþykktar. Nefndin samþykkir framlagða auglýsingu til umhverfisverðlauna og felur starfsmanni að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins og öðrum miðlum. Samhljóða samþykkt. |
||
|
Fundi slitið kl. 15:45.