27.10.2022
Ráðgjafar uppbyggingarsjóðs í Þingeyjarsveit
Ráðgjafar uppbyggingasjóðs verða á ferðinni í Þingeyjarsveit á morgun. Þeir verða í Reykjahlíð á milli 09:00 og 11:00 og íá Laugum á milli 12:30 og 14:00. Uppbyggingarsjóður hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 17. nóvember kl. 13:00.