Samkvæmt ný samþykktum reglum Þingeyjarsveitar um snjómokstur er ábúendum gert fært að sjá sjálfir um snjómokstur á sínum heimreiðum. Þeir sem sækjast eftir því að moka eigin heimreiðar þurfa að sækja sérstaklega um það fyrir 3. september.
Í Nýjum reglum um snjómokstur er heimilt að moka átta sinnum í mánuði í stað tvisvar í viku. Þá geta einstaklingar sótt um að moka sjálfir eigin heimreiðar.
Hefur þú brennandi áhuga á málefnum ungs fólks? Viltu taka þátt í að byggja upp öflugt tómstundastarf fyrir ungmenni í Þingeyjarsveit? Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Um er að ræða tímavinnu og vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram milli kl. 17:00-22:00 tvo virka daga í viku. Starfsstöðvar eru annars vegar í Reykjahlíð og hins vegar í Aðaldal.