Náttúra og landslag

Formáli

Íslensk náttúra er fjölbreytileg og viðkvæm þar sem landslagið er mótað af ís og eldi, vindi og vatni. Einnig endurspeglar landslagið náttúru- og menningararf þjóðarinnar og því mikilvægt að skipuleggja nýtingu og verndun landsvæða og auðlinda. Verndun náttúrunnar er nauðsynleg til að landnýting fari fram með sjálfbærum hætti þar sem lögð er áhersla á verndun líffræðilegrar fjölbreytni, skógrækt og landgræðslu.

 

Hlutverk

Sveitarfélög fara með skipulagsvald og því getur Þingeyjarsveit sett fram stefnu í ákveðnum málaflokkum m.a. hvað varðar landnýtingu og umhverfisvænar aðgerðir. Sveitarfélagið gegnir mikilvægu hlutverki og á að sinna m.a. annars þáttum eins og umhverfiseftirliti og –vöktun. Í skipulagsvinnu getur sveitarfélagið því haft áhrif á landslagsbreytingar, nýtingu og verndun svæða.

 

Forsendur

Þingeyjarsveit er gríðarlega víðfeðmt sveitarfélag með náttúruperlum og auðlindum sem nauðsynlegt er að nýta og vernda á sem bestan hátt. Í sveitarfélaginu eru nokkur friðlýst svæði og mörg vinsæl ferðamannasvæði. Meta þarf þörf á verndun eða uppbyggingu slíkra svæða og gripa til aðgerða ef útlit er fyrir að svæði sé að nálgast þolmörk. Unnið hefur verið að uppbyggingu við Goðafoss sem tókst með miklum sóma og unnið er að uppbyggingu við Aldeyjarfoss. Skilgreina þarf land svo hægt sé að stýra landnotkun og landnýtingu sem best en góð yfirsýn yfir svæðið er fyrsta skrefið í að vinna skipulega að landbótum og verndun. Stefnt er að flokkun landbúnaðarlands m.a. með það að markmið að vernda og nýta gott landbúnaðarland, minnka beitarálag, efla skógrækt, endurheimta votlendi, draga úr gróðureyðingu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika.

 

Markmið sem tengjast þessum kafla

6 Að landnýting í sveitarfélaginu sé ábyrg og sjálfbær

7 Að auka fræðslu um umhverfismál og lýðheilsu ásamt því að gera fræðsluefni aðgengilegt fyrir íbúa

Leiðir

Markmið 6

Að landnýting í sveitarfélaginu sé ábyrg og sjálfbær. Stefnt er að því markmiði með því að:

  • Skilgreina svæði með tilliti til mögulegar landnýtingar s.s. landbúnaðarland, skógræktarsvæði, landgræðslusvæði, ósnortin svæði osfrv.
  • Flokka landbúnaðarland. Það land sem skilgreint er sem gott landbúnaðarland verði ekki tekið undir annað.
  • Styðja við endurheimt votlendis.
  • Forðast að skerða votlendi, birkiskóga og önnur mikilvæg vistkerfi.
  • Sjá til að farið sé eftir gildandi áætlunum um beitarstýringu.
  • Vinna að uppgræðslu á eyddum og rofskemmdum svæðum.
  • Meta stöðu ágengra plantna og dýra og vinna aðgerðaáætlun byggða á því mati.
  • Móta stefnu sveitarfélagsins um malarnám og efnistöku.
  • Skilgreina þörf á verndun og uppbyggingu svæða.
  • Finna leiðir til að styðja við umhverfisvænar aðgerðir.
  • Koma á kolefnisbindingarverkefni/verkefnum.
  • Tryggja aðgengi íbúa að hreinu vatni og vinna að sjálfbærri nýtingu þess.
  • Tryggja að vatnsveitur og fráveitur starfi á sem umhverfisvænastan hátt.

Markmið 7

Að auka fræðslu um umhverfismál og lýðheilsu ásamt því að gera fræðsluefni aðgengilegt fyrir íbúa. Stefnt er að því markmiði með því að:

  • Útbúa svæði á heimasíðu sveitarfélagsins með umhverfistengdu fræðsluefni og fræðsluefni um náttúruvernd.
  • Birta vikulega í Hlaupastelpunni fróðleiksmolum eða hnitmiðaðar ábendingar til íbúa.
  • Standa fyrir fyrirlestrum og kynningum um umhverfistengd málefn