Fundargerð
Byggðarráð
19.10.2023
7. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. október kl. 09:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Seigla - 2308010 |
|
Bjarni Reykjalín kom til fundar og fór yfir stöðuna á hönnun skrifstofum sveitarfélagsins. |
||
Byggðarráð þakkar Bjarna fyrir greinargóða yfirferð. Áætlað er að hönnunar og útboðsgögn verði tilbúin um mánaðarmótin nóvember-desember. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Brunavarnir - Ársskýrsla 2022 - 2310033 |
|
Lögð fram ársskýrsla Brunavarna Þingeyjarsveitar fyrir árið 2022. |
||
Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir framkomna skýrslu. Jafnframt óskar byggðarráð eftir við slökkviliðsstjóra að hann leggi fram áætlun um eldvarnareftirlit fyrir árið 2024 sem og æfingaáætlun. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Barnaborg - öryggismál - 2310029 |
|
Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Barnaborgar dags. 10. október sl. þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum af aðgengi að leikskólanum og öryggismálum. |
||
Byggðarráð þakkar foreldrafélagi Barnaborgar fyrir erindið og gagnlegar ábendingar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Fjárfestingafélag Þingeyinga - aðalfundaboð 2023 - 2310034 |
|
Lagt fram boð á aðalfund Fjárfestingafélags Þingeyinga sem haldinn verður miðvikudaginn 25. október í gegnum fjarfundabúnað. Í aðalfundarboði eru kynntar hugmyndir um aukningu hlutafjár félagsins. |
||
Byggðarráð felur Knút Emil Jónassyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Tónkvíslin 2023 - 2310026 |
|
Lagt fram bréf frá Sigurlilju og Bryndísi f.h. Tónkvíslarinnar. Í bréfinu er farið er yfir fyrirhugaðar breytingar á Tónkvíslinni þar sem hún verður hér eftir haldinn í nóvember ár hvert og verður keppninni streymt. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn, þrátt fyrir breytingar á fyrirkomulagi, að Tónkvíslin verði styrkt með sama hætti og verið hefur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Tillaga til þingsályktunar - 315. mál 154. löggjafaþing - 2310035 |
|
Lagt fram bréf frá umhverfis- og samgöngunefnd |
||
Sveitarstjórn sendi inn umsögn um drög að samgönguáætlun í samráðsgátt stjórnvalda í júní sl. Engar breytingar hafa orðið á áætluðum framkvæmdum í sveitarfélaginu frá þeim drögum sem sveitarfélagið gerði athugasemdir við. Fulltrúar sveitarstjórnar funduðu einnig með innviðaráðherra vegna málsins. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.