Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030 verður kynnt á rafrænum fundi þriðjudaginn 17. desember kl. 17. Við hvetjum alla til að taka þátt og kynna sér heildar stefnu sveitarfélagsins næstu árin!
„Nú er senn að líða annað rekstrarár sameinaðs sveitarfélags. Þrátt fyrir ýmsar krefjandi ytri aðstæður svo sem hátt vaxta- og verðbólgustig hvílir rekstur sveitarfélagsins á traustum grunni“ segir Gerður Sigtryggsdóttir oddviti. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2025 er samþykkt.
Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025.