27.06.2024
Yfirlit frétta & tilkynninga


27.06.2024
Fjallkonan - þú ert móðir vor kær
Öllum heimilum landsins býðst nú frítt eintak af bókinni Fjallkonan „Þú ert móðir vor kær“. Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina í tilefni 80 ára lýðveldisafmælis og inniheldur hún þjóðhátíðarljóð og greinar um fjallkonuna. Hér í Þingeyjarsveit er hægt að nálgast hana í Sundlauginni á Laugum, Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, bókasafninu og sundlauginni í Stórutjarnaskóla.

26.06.2024
Vogar 1 í Mývatnssveit – breyting aðalskipulags og deiliskipulags
Á fundi skipulagsnefndar Þingeyjarsveitar þann 19. júní sl. var samþykkt að kynna vinnslutillögu, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að breytingu á gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem felur í sér að hluti frístundabyggðar í landi Voga 1 verði íbúðarsvæði.


21.06.2024
Mývatn og Laxá vernduð í 50 ár
Í ár eru 50 ár frá því lögin um verndun Mývatns og Laxár voru fyrst samþykkt og Rannsóknarmiðstöðin við Mývatn stofnuð. Því verða hátíðarhöld 22. júní!

19.06.2024
Marika Alavere hlýtur Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2024 voru afhent þann 17. júní á Laugum. Auglýst var eftir tilnefningum til verðlaunanna en alls bárust ellefu tilnefningar í ár.




11.06.2024
Fjölskylduhátíð Þingeyjarsveitar
Kvenfélag Mývatnssveitar, Ungmennafélagið Efling og Þingeyjarsveit bjóða íbúum upp á glens og gleði í tilefni af 17. júní. Skemmtilegir viðburðir um helgina og hátíðardagskrá á mánudaginn.

10.06.2024
Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Viðbragðshópur vegna áhrifa kuldatíðar á landbúnað tekur til starfa.

06.06.2024
Framtíð atvinnulífs í Þingeyjarsveit
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit býður fulltrúum atvinnulífsins til fundar til að ræða framtíðarsýn sveitarfélagsins. Þessi fundur er liður í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins og er vettvangur til að mynda tengsl, deila hugmyndum og ræða mögulegar áherslur til næstu ára.

04.06.2024
Leikskólanemar á flandri
Leikskólanemendur sveitarfélagsins sem eru að hefja grunnskólagöngu í haust fóru í sameiginlega útskriftarferð í lok mánaðarins.

04.06.2024
Skólastefna Þingeyjarsveitar
„Umhverfið og sveitarfélagið sem við búum í er gríðarlega fallegt og vinsælt sem náttúruupplifun. Það er mikill styrkleiki - sem við
þyrftum að nýta okkur miklu betur“ segir meðal annars í nýrri skólastefnu Þingeyjarsveitar sem er nú aðgengileg á vefnum.

29.05.2024
Fréttabréf maí mánaðar
Ársreikningur, nýr ærslabelgur, hátíðardagskrá, útrýming malarvega og margt fleira í maí fréttabréfi Þingeyjarsveitar!