Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að uppbyggingu landeignaskrár svo til verði heildstætt upplýsingakerfi um eignarhald lands á Íslandi. um 4.000 einstaklingar og lögaðilar hafa fengið bréf í gegnum island.is um að eignamörk jarða hafi verið áætluð í landeignaskrá HMS. Landeigendur eru hvattir til þess að kynna sér bréfið á island.is og hafa frest til 14. mars að gera athugasemdir.
Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey. Sýningin er opin öllum og eru allir hjartanlega velkomnir í Þingey að skoða og njóta!
Þingeyjarsveit stendur nú fyrir könnun á stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hvetur alla íbúa til að taka þátt og hjálpa til við að móta framtíðina!