Auglýst staða matráðs í Þingeyjarskóla

Þingeyjarskóli auglýsir eftir matráð í 75% starf frá 1. janúar 2025.


Helstu verkefni
•Vinnur undir leiðsögn yfirmatráðs.
•Þátttaka í matseld fyrir nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla.
•Sér um að matur sé samkvæmt lýðheilsumarkmiðum, hollur, fjölbreyttur og snyrtilega framborinn.
•Frágangur og þrif í eldhúsi og matsal.


Menntunar- og hæfniskröfur
•Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
•Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
•Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.
• Stundvísi og áreiðanleiki.

Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 100 nemendur. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2024 og skulu umsóknir berast á netfangið lilja@thingskoli.is
Frekari upplýsingar veitir Lilja Friðriksdóttir, skólastjóri Þingeyjarskóla, í gegnum tölvupóst lilja@thingskoli.is og í síma 464-3580/847-2372.