Laust starf skipulagsfulltrúa

Þingeyjarsveit auglýsir eftir skipulagsfulltrúa.

Um er að ræða 100% starf með möguleika á minna starfshlutfalli.

 

Þingeyjarsveit auglýsir starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélagsins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón með skipulagsmálum
  • Eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum
  • Ábyrgð á framfylgd stefnu í málaflokknum
  • Samskipti og ráðgjöf til íbúa, kjörinna fulltrúa, hönnuði og verktaka
  • Samskipti við opinberar stofnanir og hagsmunaaðila
  • Undirbúningur, þátttaka og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
  • Önnur verkefni í samstarfi við skipulagsnefnd og næsta yfirmann

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi og uppfyllir þær hæfni- og menntunarkröfur sem gerðar eru til skipulagsfulltrúa
  • Reynsla af skipulagsvinnu og haldgóð þekking á ferli og lagaumhverfi skipulagsmála
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu
  • Góð tölvukunnátta og færni í helstu forritum tengdum skipulagsvinnu
  • Skipulagsfærni og nákvæm vinnubrögð
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi hæfni til samskipta og samstarfs
  • Hafa gott vald á íslensku bæði í ræðu og á riti

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2025.

 

Sótt er um á www.mognum.is: SKIPULAGSFULLTRÚI - 50skills

 

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is

Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.