Skipulagssvæðið nær til Aldeyjarfoss, upp með Skjálfandafljóti og upp fyrir Hrafnabjargarfoss. Gönguleiðir og vegir beggja vegna árinnar eru innan skipulagssvæðisins eins og nauðsynlegt telst til að gefa heildræna mynd af aðkomu, aðgengi, uppbyggingu og verndun svæðisins.
Tekin hefur verið saman lýsing á skipulagsverkefninu og er hún aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 105/2025.
Ábendingum og athugasemdum er hægt að skila inn í gegnum skipulagsgáttina til 11. mars með því að smella á hnappinn „umsagnir“.