Um er að ræða u.þ.b. 5 - 6 tíma í viku (einn dag) við þjónustu á heimilum í Bárðardal, við Ljósavatn og í Kaldakinn.
Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Þrif, aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
Hæfniskröfur:
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2025.
Umsóknir skal senda í tölvupósti til sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 512 1800 eða á netfangið asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is